Nagladekk/Harðskeljadekk

Það sama ætti að gilda um reiðhjóladekk og bíldekk, nagladekk slíta götum og gangstéttum.. 

Ég bý á stór-Reykjavíkursvæðinu og hef ég notað harðskeljadekk á bílinn minn í tæp 4 ár, sömu dekkin allan tímann.  Ég veit ekki hvað ég er búin að spara mikið fyrir mig sjálfa og Reykjavíkurborg á þessum tæpu 4 árum. 

Ég mæli eindregið með harðskeljadekkjum, þau svínvirka þega þess  þarf með.  Sparnaðurinn við dekkjaskipti bæði vor og haust, borgar dekkin næstum því upp. 

Það kemur í ljós þegar ég þarf að kaupa ný dekk næst, hversu mikið ég hef sparað.

 

 


mbl.is Nagladekk víða uppseld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Davíðsson

Það gildir allt annað um nagladekk undir hjól heldur en undir bíla. Það er vegna þess að bíll er miklu þyngri, aflmeiri og fer miklu hraðar en maður á reiðhjóli.

Bíll með bílstjóra er um 1-2 tonn að þyngd og með vél frá 75-200 kw og ekur á stofnbrautum á um 60-90 km/klst (þótt meðalhraðinn innanbæjar sé á bilinu 30-40 km klst).

Maður á reiðhjóli vegur oftast um 75-100 kg, fæturnir hans afkasta um 75-200 w (sem er einn þúsundasti af afli bílsins) og hámarkshraði hans á jafnsléttu er um 30 km klst (en meðalhraði um 10-25 km/klst eftir einstaklingum).

Reiðhjólið slítur örugglega innan við einum þúsundasta af sliti bíls vegna þessa. Það er, það þarf sennilega yfir þúsund reiðhjól á nagladekkjum til að slíta sömu þyngd af malbiki og einn bíll á nagladekkjum. Áhrifin eru þó sennilega meiri því þarna er áhrif hraða bílsins á stofnbrautum ekki tekin með.

Árni Davíðsson, 8.11.2010 kl. 10:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við keyptum okkur heilsársdekk undir bílinn í Keflavík, þegar við komum heim, vegna þess að færðin var áhættusöm alla leið vestur, við lentum í allskonar illvirðrum á leiðinnik, en dekkinn klikkuðu ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband