16.11.2010 | 01:22
Smá leyndarmál
Ég er búin að vera að safna saman nöfnum og númerum á fólki sem ég vil sjá á stjórnlagaþinginu...
Ég er búin að vanda mig mikið, ég er ekki búin að raða þeim í rétta röð ennþá en býst við að gera það í næstu viku....
Svona lítur listinn minn út, með fyrirvara um röðun.....
Rakel Sigurgeirsdóttir 3865
Sigurlaug þ. Ragnarsdóttir 6054
Baldvin Björgvinsson 5185
Steinar Immanuel Sörensson 7561
Andrés Magnússon 6747
Agnar Kristján Þorsteinsson 5702
Sigþrúður Þorfinnsdóttir 4261
Björg Ólafsdóttir 5537
Ólafur Jónsson 6769
Jón Jósef Bjarnason 5042
Ómar Ragnarsson 9365
Eyþór Jóvinsson 3029
Arndís Einarsdóttir 5449
Ég er alveg viss um að öll þessi sem eru á listanum mínum séu gott fólk, án allra hagsmunatengsla við fjórflokkinn og LÍÚ og aðrar hagsmunaklíkur....
Athugasemdir
Ég vil góðfúslega leyfa mér að mæla með Axel Þór Kolbeinssyni og Sigurbirni Svarssyni. Þeir eru samflokksmenn mínir í Samtökum Fullveldissinna og traustsins verðir.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2010 kl. 01:48
Ég er að taka saman lista líka, komin með um 10 nöfn, ég ætla að skoða þessi nöfn, ég er reyndar með sum þeirra hjá mér. Lýst vel á Axel Þór og Sigurbjörn líka. Gott að fá svona tipp, svo er að lesa hvað þetta góða fólk lætur frá sér. Það er alveg víst að ég mun ekki kjósa fólk sem vill inn í ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2010 kl. 09:38
Guðmundur reyndar var Axel þegar á mínum lista.
Ég hef litið yfir listan þinn Jóna Kolbrún, og lýst vel á flesta, Andrés Magnússon hefur þó ekki sett neitt inn, EKki Ómar Þorfinnur Ragnarsson heldur og ekki Arndís Einarsdóttir.
En ég er með Rakel hjá mér og Sigþrúði. Auk þess er ég með;
Er ekki búin að raða niður en fyrir utan þessa sem við höfum sameiginlega eru:
Axel Þór Kolbeinsson 2336
Ragnhildur Vigfúsdóttir 8089
Guðni Karl Harðarson 7396
Anna Benkovich Mikaelsdóttir 4362
Elín Hilmarsdóttir, þekki hana persónulega. 9849
Haukur Nikulásson 8518
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir 7319
Lýður Árnason 3876
Allt manneskjur sem ég hef fylgst með og veit að hugsa eins og við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2010 kl. 10:42
Ég er tilbúin með minn lista, þetta verðu spennó.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2010 kl. 11:48
Gaman að spá í þetta. Og ég er afar ánægð með marga þarna inni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2010 kl. 12:15
Minn listi er klár upp að 10. Á eftir að velja 15,ætla að nýta reitina 25. Marga ruglar þessi uppröðun,sem byrjar á Andrési Magnússyni og endar á Alvari Óskarssyni,báðir mætir menn. Alvar vill festa í stjórnarskrá að íslenska sé ríkismál, auk þess sem ég held að viljum öll,að auðlyndir þjóðarinnar verði ávallt í eigu þjóðarinnar.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2010 kl. 13:28
Ríkistungumál,átti það að vera.
Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2010 kl. 15:00
Var að fara yfir kosningareglurnar, í raun þarf ekki að velja 25 manns neitt frekar. Meirihlutinn af listanum, þeir sem aftar eru fá ekkert út úr atkvæði manns.
hélt áður að hver og einn af þeim 25 sem maður kysi fengi 1 atkvæði =) það var víst miskilningur hjá mér.
ThoR-E, 16.11.2010 kl. 16:24
Takk fyrir ábendinguna Guðmundur, ég ætla að skoða þessa tvo sem þú nefnir.... Ég sé að ég hef gleymt Jakobínu og Freyju. Bæti þeim við fljótlega.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.11.2010 kl. 22:52
Jóna Kolbrún: Það gleður mig að sjá á listanum þínum Björgu og pabba hennar Ólaf Jónsson. Kona Ólafs og móðir Bjargar er föðursystir mín svo ég þekki þau vel og get hiklaust mælt með þeim. Einnig hafa Björg og bræður hennar tveir starfað með mér í hópi áhugafólks um úrbætur á fjármálakerfinu, og ég þykist vita að pabbi þeirra sé fylgjandi flestu sem þar hefur verið gert.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2010 kl. 00:32
Ég kannast við Björgu, Jón Þór og Ólaf föður þeirra í gegnum Hreyfinguna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2010 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.