Glæpafrumvarp lagt fram í skjóli nætur

Þessi uppfærði IceSlavesamningur er ekkert betri en fyrri samningurinn sem Svavar landaði og Steingrímur hélt varla vatni yfir fyrir ári síðan...

Það hlýtur að vera grundvallaratriði að það er ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum að þjóðnýta einkaskuldir?  Er það ekki málið? 

 Engin stjórn getur skrifað undir svona skuldbindingu fyrir íslenska skattgreiðendur samkvæmt íslensku stjórnarskránni???  

Svo er hin hliðin, það er grundvallaratriði og fordæmisgefandi hliðar þessa svikasamnings.  Ef íslensk stjórnvöld gangst við þessari fjárkúgun, hvaða skilaboð sendir það heimsbyggðinni? 

Kannski þetta:  Ríkissjóðir allra landa ábyrgjast óreiðuskuldið einkaaðila?  Eða hvað finnst þér? 


mbl.is Icesave frumvarpið lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mig langar að reyna að svara þessu lið fyrir lið:

1. Ég trúi því alveg að nýi samningurinn sé hugsanlega skárri en sá fyrri. Það breytir hinsvegar ekki grundvallarspurningunni sem er hvort það sé rétt að ríkið ábyrgist þetta eða ekki. Það er ekki sjálfkrafa réttlætanlegt að gera eitthvað bara vegna þess að það sé ódýrara eða feli í sér minni áhættu. Réttlætið er ekki með verðmiða og það krefst stundum hugrekkis!

2. Það er einn aðili á Íslandi sem hefur heimild til að veita þriðja aðila ríkisábyrgð: Alþingi. Það eru engin lög í gildi sem skylda ríkið til að ábyrgjast þetta, og það er beinlínis bannað nema Alþingi lögleiði það sérstaklega. Mikilvægt að hafa það í huga hvar valdið liggur, og munum líka að forseti hefur vald til að vísa slíkum lögum til þjóðaratkvæðis.

3. Í stjórnarskránni er skýrt kveðið á um að fjárútlát eða skuldinding (þ.m.t. ábyrgð) ríkissjóðs er ekki heimil nema samkvæmt lögum frá Alþingi. Það þýðir að ríkisstjórnin getur ekki skuldbundið ríkissjóðs án meirihlutastuðnings þingsins. (Sjá lið nr. 2.)

4. Ef ríkisábyrgð verður lögfest með einum eða öðrum hætti, þá mun það líklega ekki ekki senda nein sérstök skilaboð til heimbyggðarinnar úr því sem komið er. Ef við hinsvegar höfnum henni og nýtum okkur athyglina sem fengist í kjölfarið til að rökstyðja okkar málstað, þá er góðar líkur á því að það myndi hafa jákvæð áhrif út á við, sérstaklega fyrir þjóðir sem lenda í svipaðri stöðu og við. Eitt stærsta pólitíska verkefni Ingibjargar Sólrúnar var að reyna að komast í öryggisráð SÞ og hafa áhrif þar, en persónulega finnst mér hérna vera komið miklu stærra tækifæri til að hafa áhrif á heimsbyggðina.

5. Mér finnst einmitt mikilvægt í allri þessari skuldageðbilun sem er í gangi, að einhver standi upp og kveiki ljósin í partíinu og æpi á mannskapinn að þessi vitleysa gangi ekki lengur. Í þessum efnum held ég að Ísland geti orðið sem ljósviti fyrir heimsbyggðina í átt að bættu siðgæði og betra samfélagi, laust við skuldaánauð ofvaxins fjármálakerfis. Ég gæti meira að segja vísað til gamalla spádóma í þá veru, hvort sem fólk vill trúa slíku eða ekki. En burtséð frá öllum spádómum þá trúi ég því einfaldlega miðað við stöðuna í nútímanum og það sem ég sé fyrir framan mig að þetta sé fullkomlega raunhæfur möguleiki. Þó það hefði hljómað ótrúlega fyrir áratugum síðan þá eru breyttir tímar sem við lifum á í dag, og einhvernveginn virðist Ísland eins og oft áður á örlagatímum samtímasögunnar vera í ákveðnu lykilhlutverki. Ekki aðalhlutverkinu heldur aukahlutverki sem er nauðsynlegt til að tengja söguna saman á vissum tímapunktum.

Núna er einn slíkur tímapunktur.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2010 kl. 02:52

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

liður 5 er frábær greining Guðmundur

Magnús Ágústsson, 16.12.2010 kl. 03:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLottur svarpistill Guðmundur, innilega sammála ykkur báðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2010 kl. 11:42

5 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Auðvitað á þjóðin aldrei að samþykkja þá ánauð sem Iceslave er. 

Það voru örfáar hræður sem komu að þessum fjármálagjörningum í upphafi og rétt er að láta þær borga skuldaklafann.  Samt finnst mér skrítið að allnokkrir af fjárglæframönnunum búa í Bretlandi í skjóli þarlendra yfirvalda.  Hvers vegna hafa Bretar ekki gengið að þeim, eins langt og þeir virðast tilbúinir að ganga gagnvart íslenskri þjóð - fórnarlömbum útrárarglæpamanna?

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 19.12.2010 kl. 03:03

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Jóna mín og allir hér. Gott að vera mætt eftir úthaldið í H.Í. Ég finn fyrir einskonar samúð,skylda væntumþykju til þessara elsku krakka,sem eru að þreyta próf um þessar mundir,hugsandi um hvað þessi ríkisstjórn er óréttlát í okkar garð.Hvernig er hægt að virða stjórn,sem reynir með öllum ráðum að neiða  upp á þjóð sína óréttmætum kröfum. Nú matreiða þeir hverja fréttina á fætur annari,til að blekkja.Þeir sem eru orðnir þreyttir á þessu Icesave-kjaftæði eru að heykjast á því.þ.e. vilja klára það,trúa stjórninni að allt falli í ljúfa löð,bara vera góð og borga meiri skatta. Nú ætla ég að skúbbið hans Guðmundar. Með bestu kveðjum, ,,meðan hjarta mitt hrærist,skal ég berjast.,, 

Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2010 kl. 01:30

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Lesa,skúbbið,osfrv.

Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2010 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband