28.12.2010 | 02:05
Tugþúsundir Sjálfsstæðismanna standa með Guðbirni?
Það er allavega skoðun hans á bloggi vinar hans Jóns Baldurs Lorange.... Ég las athugasemd hans þar og undraðist hversu mikils fylgis hann væntir...
Ég er á algjörlega ósammála skoðun Guðbjörns, að hann eigi tugir þúsunda skoðanabræðra og systra..
Maðurinn er greinilega með skýjaborgir í huga...
Segir viðbrögð góð við nýjum flokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"
Aldrei þessu vant er ég þér algjörlega sammála, því mér finnst einnig að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að taka af alla vafa, hvar hann stendur í þessu ESB máli.
Réttast væri að formaðurinn og varaformaðurinn og reyndar allur þingflokkurinn og lýsti því yfir skýrt og skorinort að draga beri til baka ESB aðildarumsóknina.
Að auki á forustan að lýsa því yfir að hún muni aldrei skipta um skoðun á því hvort við eigum að fara í Evrópusambandið, hvort sem við náum frábærum samningi, þar sem við náum öllu fram bæði hvað varðar fiskveiðar og landbúnað.
Þetta myndi auðvelda mér málið til muna, því þannig myndi ég fá í mitt lið stóran hluta Samtaka atvinnulífsins og tugþúsundir Evrópusinnaðra kjósenda Sjálfstæðisflokksins"
Mér finnst þessi þjónkun hans við SA skrýtin, vill hann álvæða Ísland? Eða hvaða skoðun deilir hann með Vilhjálmi Egilssyni?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2010 kl. 02:08
http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1128720/ Hérna er hlekkur á blogg Jóns Baldurs og athugasemdar Guðbjörns.....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2010 kl. 02:10
Ég var búin að lesa þetta,kanski ekki ath.semdir Guðbjörns. Mikið er ég fegin að þú ert hér vakandi,nú fer að kárna gamanið. Var búin að slökkva ætlaði að reyna að sofa,en gat það ekki. Heyrði endurtekinn þátt á útv.Sögu að ags. vill að Ísl. losi um gjaldeyrishöftin,sérðu það fyrir þér sjúkk; gengisfelling ok. ég er tilbúin hef engu að tapa ,,sprengibelti um mig miðja,, Jóna til að taka af allan vafa er þetta líkingamál. Stjórnin er örugglega komin á skiptimarkað ísl. stjórnmálamanna,hver stenst álagið. Kíki á eftir.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2010 kl. 03:52
Var búin að lesa þetta. Ég held að Guðbjörn sé mætur maður, en í þessu máli er hann alveg úti á túni. Að setja á oddinn málefni sem vitað er að um 60% þjóðarinnar er á móti, og ætla sér stórt þar er frekar barnalegt. Mestu mistök Jóhönnu voru til dæmis að byrja á því að kljúfa þjóðina niður með áherslunni á ESB í stað þess að sameina hana um skjaldborgina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2010 kl. 11:52
Ég er sammála þér og tel ekki að svona margir standi á bakvið þetta.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2010 kl. 14:45
Það verða fleiri en Sjálfstæðismenn sem munu styðja þennan nýja flokk. Ég hef alltaf verið vinstrisinnaður, en mun athuga þennan valkost gaumgæfilega, þegar til kosninga kemur.
Svavar Bjarnason, 28.12.2010 kl. 15:16
Ég er sammála þér Jóna Kolbrún. Guðbjörn er vænsti drengur, ég kannast ágætlega við hann og hef ekkert nema gott um hann að segja.
Hann er ágætlega greindur og skemmtilegur félagi, en í þessu tilfelli hefur hann misskilið eitthvað.
Ég var einmitt á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins og man vel eftir því þegar ályktunin um andstöðu við ESB var samþykkt.
Það sáust örfáir menn fara reiðir út af fundinum, en meirihlutinn sat áfram og gladdist yfir ályktun fundarins.
Ég óska Guðbirni vini mínum alls hins besta í lífinu, en hræddur er ég um að þessi nýji flokkur hljóti ekki mikið fylgi.
Jón Ríkharðsson, 28.12.2010 kl. 17:56
Guðbjörn hefur greinilega ofmetnast, að það finnist tugþúsundir hægrisinnaðra ESB sinna? Mér finnst það ólíklegt... Eru ekki Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður sjálfsstæðisflokksins einu yfirlýstu fylgismenn ESB? Kannski fer ég staðlausa stafi hérna :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.12.2010 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.