Afhverju ekki að fara þessa leið?

http://fridrik.eyjan.is/2010/12/plasturinn-af.html  

 Og svo er ég fylgjandi þessu sem hann Guðbjörn mælir með...   Ég afritaði svar hans hjá Friðrik og kemur svarið hérna

"Guðbjörn Jónsson

Ég er því sammála að eina leið okkar út úr vitleysunni, er að gefa út nýja mynt, innkalla, með skemmsta mögulegum fyrirvara gömlu myntina og ógilda hana um leið sem viðskiptamynt. Eigendur gömlu (núverandi) myntarinnar, fengju henni skipt í... nýja, gegn framvísun á staðfestingum á að þeir hafi eignast hana á eðlilegan máta, og greitt eðlilega skatta og gjöld varðandi þá uppsöfnun. Það yrði afar mikilvæg aðgerð til að hreinsa út verðmætalausa eignastöðu ýmissa fjármálapappíra, sem mikil framleiðsla var á síðustu árin fyrir hrun. Takk fyrir Friðrik, að færa mér fréttira af því að feliri hugsa svipað og ég.

Það lang mikilvægasta í stöðu okkar nú, er að horfast raunsætt í augu við þá verðmætalausu eignauppfærslu sem verðtryggingin hefur valdið í hagkerfi okkar. Friðrik bendir m.a. réttilega á þetta, ásamt litlum möguleikum okkar til að byggja upp eðlilegt atvinnu og viðskiptalíf, án nauðsynlegrar leiðréttingar. Hann bendir á að áframhald núverandi stefnuleysis í þessum málum, muni líklega kalla fram annað hrundæmi, þar sem hagkerfið geti ekki borið uppi þá verðmætislausu eignauppsöfnun sem nú er fyrir hendi.

Er ekki betra að taka stefnuna strax á leiðréttingu og þaðan til uppbyggingar, frekar en hrekjast um stefnulaus, í einskis manns landi og bíða þess sem óhjákvæmilegt er?
Ég óska lesendum mínum gleðilegs árs og þakka lesturinn á liðnum árum. 


mbl.is Stefnt að sölu ríkisbréfa fyrir 120 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að stjórnvöld hafa ekki bara leppa fyrir augum heldur líka eyrnatappa og plástur fyrir munni. Það má ekki hlusta á rök annara, bara ana áfram í ESBrugli og sjá ekki heyra ekki og tala ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2010 kl. 02:24

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gleðilegt og farsælt nýtt ár Jóna Kolla og Ásthildur líka.

Nenni síst að velta mér upp úr alvöru málum í dag.

Kærar þakkir fyrir góða netvináttu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.12.2010 kl. 05:31

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Íslenska krónan er orðin ansi lúin, eins og árið 2010. Vonandi verður nýja árið gott fyrir okkur öll.  Gleðilegt nýtt ár.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 31.12.2010 kl. 11:52

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jæja Jóna Kolbrún mín! Annað árið frá hörmungunum á enda. Mikið hefur verið rætt um myntbreytingu. Það þarf að eyða óvissu í þessum peningamálum, í stað þess að hrekjast um stefnulaus.  Sjáum hvað nýja árið færir okkur. Gleðilegt og farsælt nýtt ár.

Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2010 kl. 15:10

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Gleðilegt ár Jóna kolbrún og takk fyrir skemmtileg samskipti á liðnu ári. Þetta sem þú bendir á ætti að vera vel athugandi.

Jón Ríkharðsson, 1.1.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband