31.12.2010 | 02:12
Afhverju ekki að fara þessa leið?
http://fridrik.eyjan.is/2010/12/plasturinn-af.html
Og svo er ég fylgjandi þessu sem hann Guðbjörn mælir með... Ég afritaði svar hans hjá Friðrik og kemur svarið hérna
"Guðbjörn Jónsson
Það lang mikilvægasta í stöðu okkar nú, er að horfast raunsætt í augu við þá verðmætalausu eignauppfærslu sem verðtryggingin hefur valdið í hagkerfi okkar. Friðrik bendir m.a. réttilega á þetta, ásamt litlum möguleikum okkar til að byggja upp eðlilegt atvinnu og viðskiptalíf, án nauðsynlegrar leiðréttingar. Hann bendir á að áframhald núverandi stefnuleysis í þessum málum, muni líklega kalla fram annað hrundæmi, þar sem hagkerfið geti ekki borið uppi þá verðmætislausu eignauppsöfnun sem nú er fyrir hendi.
Er ekki betra að taka stefnuna strax á leiðréttingu og þaðan til uppbyggingar, frekar en hrekjast um stefnulaus, í einskis manns landi og bíða þess sem óhjákvæmilegt er?
Stefnt að sölu ríkisbréfa fyrir 120 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið er að stjórnvöld hafa ekki bara leppa fyrir augum heldur líka eyrnatappa og plástur fyrir munni. Það má ekki hlusta á rök annara, bara ana áfram í ESBrugli og sjá ekki heyra ekki og tala ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2010 kl. 02:24
Gleðilegt og farsælt nýtt ár Jóna Kolla og Ásthildur líka.
Nenni síst að velta mér upp úr alvöru málum í dag.
Kærar þakkir fyrir góða netvináttu.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.12.2010 kl. 05:31
Íslenska krónan er orðin ansi lúin, eins og árið 2010. Vonandi verður nýja árið gott fyrir okkur öll. Gleðilegt nýtt ár.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 31.12.2010 kl. 11:52
Jæja Jóna Kolbrún mín! Annað árið frá hörmungunum á enda. Mikið hefur verið rætt um myntbreytingu. Það þarf að eyða óvissu í þessum peningamálum, í stað þess að hrekjast um stefnulaus. Sjáum hvað nýja árið færir okkur. Gleðilegt og farsælt nýtt ár.
Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2010 kl. 15:10
IFRI – Icelandic Financial Reform Initiative | Úrbætur á fjármálakerfi Íslands
Gleðilegt ár gott fólk!
Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2011 kl. 07:25
Gleðilegt ár Jóna kolbrún og takk fyrir skemmtileg samskipti á liðnu ári. Þetta sem þú bendir á ætti að vera vel athugandi.
Jón Ríkharðsson, 1.1.2011 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.