Bloggleiði

Líklega hætti ég að blogga fljótlega, ég er hætt að hafa gaman að þessu.

  Ég óska þeim sem heimsækja þessa síðu mína gleðilegs árs og þakka samskiptin á liðnum árum.

Kveðjur Jóna Kolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Áfram Jóna Kolbrún ekkert stopp.

Sigurjón Þórðarson, 4.1.2011 kl. 00:50

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Komdu á Facebook. Það er skemmtilegra þar.

Baldur Hermannsson, 4.1.2011 kl. 02:12

3 identicon

Heil og sæl Jóna Kolbrún; sem aðrir góðir gestir þínir !

Tek undir; með Sigurjóni, alfarið. Láttu ekki; hrekkjalóminn, en góðan vin okkar, þann vísa Baldur Hermannson afvega leiða þig, fornvinkona góð.

Þó svo; þú fylgdir velviljaðri áskorun Baldurs, vænti ég þess, að þú haldir áfram, hér með okkur, þó svo,, ekki yrði um dagleg skrif að ræða, af þinni 1/2.

Yrði sjónarsviptir mikill; af fjarvistum þínum, úr mínum vinahópi, Jóna mín.

Svo mikið, er þó víst.

Með kveðjum góðum; sem æfinlegast /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 02:18

4 Smámynd: Benedikta E

Hvaða bull er þetta - mbl. - er mikið betra - best - fólk missir sig -  ALVEG - á fésinu - sjáðu nú bara - GNARRINN -

Jóna Kolbrún ég tek undir með Sigurjóni  - Áfram ekkert stopp -

Benedikta E, 4.1.2011 kl. 02:18

5 identicon

Hermannsson; átti að standa þar. Afsakaðu; Baldur minn - sem þið önnur.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 02:19

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvaða hvaða.....viljið þið blessaðri konunni svo illa að hún skuli þrauka hér í sárum leiðindum í stað þess að ganga í gleðihöllu fésbókar, þar sem góðkunningar skiptast á gamanyrðum einn daginn en kasta hnútum þann næsta? Reyndar er það svo að Sigurjón birtir bloggpistla sína ágæta á fésbók og pistla Óskars sjáum við þar oftlega, því aðdáendur hans eru oft skjótir að endurbirta þá í sínum hópi, öllum oss til upplyftingar og fróðleiks.

Baldur Hermannsson, 4.1.2011 kl. 02:26

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Takk fyrir Jóna Kolla,sko nú nota ég gælunafnið,sem þú kveður með sjálf. Ég held þú komir aftur eftir gott frí. Annars skil ég þetta,þótt ekki  renni færslur mínar á færibandi,þar sem mér þætti erfitt að vera við og svara. Hef það eins og margir,heimsæki ykkur í athugasemdadálkinn. Þú ert á fullu að vinna og ert með heimili,bloggfærsla ein á dag,yrði einhver skylda,yrði þá meira álag á þreytta konu. Fésbók er ágæt að kikka í,ég gái þar hvað gríslingarnir eru að bralla,en nenni ekki að safna mörgum vinum þar fyrir utan. Hjartans þakkir og góð samskipti á þessum árum. "Ertu þá farin"..... komdu aftur ...... sé þig. Vertu sólar megin í lífinu.

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2011 kl. 03:23

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk sömuleiðis. Gerðu það sem sem langar mest til.

Hörður Þórðarson, 4.1.2011 kl. 10:29

9 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Fínt að taka hvíld ef maður finnur fyrir bloggleiða, en að loka blogginu - Æi það yrði svo mikil eftirsjá í því. 

Halda því bara opnu svo þú getir einstaka sinnum sett inn eitthvað sem þér liggur verulega á hjarta

Hvað sem þú gerir óska ég þér alls hins allra besta

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 4.1.2011 kl. 13:23

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk og sömuleiðis Jóna Kolbrún mín, hafðu það sem best hvað sem þú tekur þér fyrir hendur.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2011 kl. 13:31

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Helga ég er reyndar búin að vera atvinnulaus síðan 1. desember síðastliðinn.  Þakka skemmtilegar kveðjur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2011 kl. 15:48

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóna Kolbrún mín, auðvitað er málið að hætta að blogga, allavega fara í frí ef þú ert oðin leið á því.  Þetta er bara spurning um að halda opnum dyrum ef og þegar þú ert tilbúin aftur.  Ég mun allavega sanka skoðanasystur hér og margt gott sem frá þér kemur mín kæra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2011 kl. 16:28

13 Smámynd: Dagný

Þetta skeði einmitt fyrir mig í fyrra   En ég kom svo bara aftur þegar ég var búin að jafna mig. Vona að þú haldir áfram - það er svo skemmtilegt að lesa bloggin þín  Eigðu svo gott nýtt ár vinkona

Dagný, 5.1.2011 kl. 22:38

14 Smámynd: Ragnheiður

Já maður fær einfaldlega leið en þá hvílir maður sig :)

Ragnheiður , 6.1.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband