12.2.2011 | 00:08
Undirskriftasöfnun hafin
Sett hefur verið í gang enn ein undirskriftasöfnunin, þessi undirskriftasöfnun er mjög mikilvæg. Ég vil hvetja alla sem eru á móti IceSlave III að skrifa undir.
Tíminn er knappur, Össur lofar að skrifa undir í næstu viku... Hérna kemur slóðin á undirskriftasöfnunina... -> http://www.kjosum.is/#signpetition
Icesave samþykkt í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
áttaður þig á að stundum vægir sá sem skitið hefur meira.?..ekkert annað að gera en að klára dæmið og samþykkja þetta.
Ragnar Einarsson, 12.2.2011 kl. 00:22
Við látum ekki svikarana kúga okkur - sameinuð stöndum vér.
Íslandi allt !
Með bjartsýniskveðju.
Benedikta E, 12.2.2011 kl. 00:23
"Þessi bera ábyrgð á Icesave:
Björgólfur Thor Björgólfsson
Sigurjón Þ. Árnason,
Þór Kristjánsson,
Kjartan Gunnarsson,
......Björgólfur Guðmundsson
Þorgeir Baldursson,
Svafa Grönfeldt og
Halldór J. Kristjánsson
Af hverju ætti ég að borga skuldir þessa fólks?
Það þarf kannski bara að biðja þá sem vilja endilega borga IceSlave fyrir þetta fólk, að búa til sér undirskriftalista, þar sem samþykki fyrir greiðslu væri og fólk gæti gefið upp reikningsnúmerin sín!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2011 kl. 00:26
Við borgum ekki fjárkúgun, Ragnar Einarsson, og viljum það ekki fyrir börnin okkar. ALLS EKKI. Við skrifum forsetanum. Hinsvegar bannar þér enginn að borga úr því þú endilega vilt.
Elle_, 12.2.2011 kl. 01:23
Ragnar þú hefur greinilega skitið á þig...
Þetta er óreiðureikningur sem Íslensku þjóðinni ber ekki ....... til að borga.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.2.2011 kl. 01:27
Búin að skrifa undir, nei við segjum NEI og aftur NEI.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2011 kl. 08:07
Jóna Kolbrún mér lýst vel á þá hugmynd, að þeir, sem endilega vilja borga ICESAVE, skrifi sig á sérstakan lista og geti þess jafnframt hversu mikið þeir vilji borga og hve lengi?
Kv., KPG
Kristján P. Gudmundsson, 13.2.2011 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.