"Ég tel mig ekki hafa gert það"

Þannig tók Steingrímur til orða í Kastljósi kvöldsins, þegar hann var spurður um það hvort hann hefði hótað forsetanum. 

Var hann að reyna að taka fram fyrir hendur forsetans? 

Ég held að það sé tími til þess kominn að fá allar staðreyndir IceSlave leyndarmálsins upp á borðið. 

Hvað er það sem gerir það svona mikilvægt að borga? 

Ég  veit að Hollenskur þingmaður hefur hótað að samþykkja ekki ESB umsókn Össurar og vina hans..

Hvað annað hangir á spýtunni sem við vitum ekki um?

Verðum við upplýst um allar staðreyndir sem samþykki eða höfnun þessa IceSlave III  samnings?

 


mbl.is Steingrímur íhugaði afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 22:03

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það kom líka fram hjá þessum Hollenska að það hefði verið gert samkomulag við AGS þar sem loforð var gefið um greiðslu á þessu Icesave...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.2.2011 kl. 22:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sigmar var nú óvenju harður,því venjulega fær Steingrímur að mala út í eitt. Það er svo auðvelt eftir að hafa æ ofan í æ,staðið þessa ríkisstjórn að sögufölsun,vegna þessara Icesave(kallaða samninga),að gruna hana um græsku.Engu var líkara en Steingrímur væri á trúnó,með viðsemjendum,þegar hann upplýsti í  Kastljósi,að hann hefði beðið þá um að (ekki orðrétt) vera rólegir þótt eitthvað óvænt kæmi upp á.

Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2011 kl. 22:29

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hæ! Var slitin frá efninu    ,,síminn,,  ætlaði að tala um Kastljósþáttinn. Bestu kveðjur til allra.

Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2011 kl. 22:33

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Íhugaði afsögn - ææ svona nálægt fyrstu réttu ákvörðuninni - en að venju - tók tanga.

Pólitísk saga hans í hnotskurn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2011 kl. 05:52

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

tóki  ranga átti það að vera

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2011 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband