Að fara með mál í fjölmiðla

Ég er ekki að skilja þennan mann, hann hleypur með þetta eineltismál í fjölmiðla. 

Mér finnst ekki að svona viðkvæm persónuleg mál eigi að blása upp í fjölmiðlum.

Svo er þetta með skýrlsuna um eineltið, af hverju þarf bæjarsjóður  Seltjarnarness að borga 1,6 milljónir króna bara til þess að fá skýrsluna afhenta? 

Er umræddur maður að leggja bæjarstjórann og bæjarstjórnina í einelti, eða er þetta fjárkúgun? 

Maður spyr sig, mér finnst þetta mál stórundarlegt....

Ps: ég er búsett á Seltjarnarnesi og á kannski smá hagsmuna að gæta, ég vil ekki að bæjarsjóðurinn þurfi að borga 1.6 milljónir til þess að lesa  einhverja pappíra... 


mbl.is Taka ekki afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta varðar þitt bæjarfélag og hagsmuni ykkar íbúanna.  Þið ættuð að hafa eitthvað með þetta að gera. Mikið ef þið gætuð ekki krafist að fá upplýsingar um hvers vegna þessa háu upphæð fyrir  skýrsluafhendingu.

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2011 kl. 04:10

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég skil þetta ekki, skil að þú viljir svör.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.3.2011 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband