22.3.2011 | 02:46
Hvaða dónaskapur er þetta?
Er Samspillingin á Akureyri ekki búin að breyta áherslum sínum í kvótamálunum eins og sitjandi stjórn?
Hvernig dettur þeim í hug að hafa orð á því að jöfnuði sé ekki gert hátt undir höfði?
Skilur þessi deild Samspillingarinnar á Akureyri að jafnaðarmennskan var seld fyrir ráðherrastóla?
Það finnst enginn jafnaðarmannaflokkur á Íslandi í dag, það verða alltaf sumir jafnari en aðrir.
Maður tekur sérstaklega eftir þessu, þegar vinstri stjórn á að vera við stjórnvölinn.
Áherslurnar hafa ekkert breyst frá því fyrir hrun, ennþá er fjármálaelítan með sitt fólk á Alþingi.
Fjórflokkurinn hefur vonandi runnið sitt skeið á enda....
Ójöfnuðinn þarf að jafna út, koma spillingarliðinu burt...
Vilja innkalla aflaheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það tekur tíma að spúla.
Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2011 kl. 03:15
Já það kvarnast upp úr fjórflokknum smátt og smátt sem betur fer.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2011 kl. 10:30
Niðurjafnaflokkur. Fjármálkostnaðargeirinn í þjóðarekstrinum, er eins og í öðrum rekstri ekki uppspretta tekna af eiginlegum rekstri heldur þegar hanna er orðinn hlutfallslega of stór kostnaðarbyrði fyrir rekstur sem skapar verðmætin. Ofvöxtur í óþarfa kostnaði er yfirleitt það sem kemur rekstrarfyrirtækjum í erfiðleika og þrot. Þess vegna byrja þeir með fjármálavit skera þennan hluta niður fyrst, ekki endurreisa, ef það kostar niðurskurð á rekstrinum sjálfum og eðlilegu viðhaldi hans.
Júlíus Björnsson, 22.3.2011 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.