7.4.2011 | 23:50
Varagjaldeyrissjóður að láni
Sama á við um góðærið sem margir upplifðu, á árunum fyrir hrun.
Góðærið var bara fyrir suma, samt ætlast stjórnvöld, til þess að allir borgi reikninginn.
Það verður vonandi gerð breyting á stjórnmálunum næst þegar kosið verður.
Þessi ríkisstjórn sem situr er ábyggilega eina stjórnin í heiminum sem fagnar AGS láni, og telur sér það til tekna.
Ég vona að stjórnin hrökklist frá völdum, strax og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verða kunn...
Við höfum ekki efni á svona stjórnmálamönnum, burt með spillingarliðið....
Ísland stefnir í greiðsluþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já sæl Jóna Kolbrún ég er sammála með að þessi Ríkisstjórn sé einsdæmi og alveg ljóst að hún hefur unnið okkur þjóðinni mikið tjón með vinnu sinni...
Það er líka ljóst að Stjórnin mun sitja sem fastast og þjóðin mun þurfa að mæta og krefjast afsagnar hennar vegna vantrausts eftir að hafa hafnað Icesave vinnu hennar aftur...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.4.2011 kl. 01:17
Sælar dömur.
Gleymið ekki að þetta er fyrsta og eina "tæra vinstri stjórnin" í lýðveldissögunni og henni er auk þess sjórnað af heilagri konu!
Þessi tæra vinstri stjórn lítur á sig sem heilaga og ósnertanlega og sé þar með hafin yfir allt og alla og lýtur því aðeins sínum eigin lögmálum.
Stjórnarskrá? Landslög? Siðferði? Hvað er það?
Þessi heilaga stjórn mun aldrei fara frá að eigin frumkvæði. Því verður að berja hana frá völdum, þessvegna með pottum og pönnum.
Viðar Friðgeirsson, 8.4.2011 kl. 10:20
Eruði búin að kjósa?
Ásgrímur Hartmannsson, 9.4.2011 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.