12.5.2011 | 01:55
Vonandi er þetta bara byrjunin
Það er alveg ábyggilegt að Kaþólska kirkjan hefur ekki staðið sig vel undanfarna áratugi.
Það virðist hafa verið algengt að prestar sem urðu uppvísir að misnotkun, voru færðir til.
Þeim var í raun sigað á sakleysingja annarsstaðar.
Ég vona að Kaþólska kirkjan hafi heilindi til þess að bæta fórnarlömbum klerkanna, kynferðislegu notkunina rausnarlega.
Svo þarf náttúrulega að fjarlægja þá presta sem hafa sannanlega misnotað börn, senda þá í Vatikanið refsa þeim af hörku...
Og náttúrulega banna þeim að umgangast börn....
Stefnir Páfagarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kalþóska kirkjan er svo sannarlega á rangri braut, og þangað virðast veljast einstaklingar sem laðast að börnum. Páfagarður hlýtur að bera mesta ábyrgð á þessu og þeirra er skömminn. Gott hjá þessari móður, ætli þær komi ekki fleiri á eftir henni, vonandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 09:10
Þetta er skelfilegt. Perrar hafa þá hæfileika, að finna sér staði þar sem þeir fá fíknum sínum fullnægt. Er líklegt að þessi ónáttúra komi yfir þá óforvarindis? Það þyrfti að vera til próf,sem gæfi örugga vitneskju um veikleika þeirra sem sæktust eftir vinnu með börn.
Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2011 kl. 00:24
Já einmitt, bara spurning hvernig hægt er að koma því við. Þeir fara með þessar fýsnir sínar eins og mannsmorð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2011 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.