Kjóllinn er flottari á þeirri sem er kvenlega vaxin

Enn og aftur heldur fjölmiðlafólkið að hamra á því að grindhoraðar konur séu bestar. 

Og það að kona skrifi þennan pistil, skammast þú þín Marta María.

Þú ert eins og flestir fatahönnuðir, konur sem líta út eins og ungir karlmenn fá allt hrósið.

Konur með kvenlegan vöxt eru ekki nógu góðar til neins, allavega ekki vera í kvenlegum fötum.

Anorexíudýrkunninni hlýtur að ljúka bráðlega, fólk á að láta heyra í sér þegar svona ranghugmyndum er komið inn hjá fólki.


mbl.is Þessi kjóll er ekki flottur á öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hjó einmitt eftir því sama. Mér fannst konan í eðlilegu holdunum miklu flottari í kjólnum og skildi ekkert hvað Marta María væri að fara með þessari athugasemd.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.6.2011 kl. 06:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

sama hér, mér fannst sú sem hafði línur mun flottari í kjólnum, Kate var hörmung og eiginlega brjóstumkennanleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2011 kl. 12:08

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Sama sinnis,ég hafði ekki séð ,fréttina, forvitnaðist og útkoma mín er eins og ykkar.M.b. kv.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2011 kl. 02:11

4 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst þetta ömurlegur málflutningur og eingöngu til þess fallinn að skapa kolranga ímynd af kvenlíkamanum, í hugum ungra stúlkna sérstaklega.

Þetta er glatað, bjánaleg útlitsdýrkun sem er svo fölsk

Ragnheiður , 3.6.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband