11.6.2011 | 01:44
Stjórninni er ekki að þakka
Íslenska þjóðin sem hafnaði ríkisábyrgðinni í þjóðaratkvæðagreiðslunni á þakkir skildar fyrir staðfestuna.
Sitjandi stjórn reyndi allt til þess að plata fólk til þess að segja "Já" við IceSlave, hér átti allt að fara til fjandans ef við segðum ekki "Já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Með lögum skal land byggja, það var ekki okkar skuld að greiða.
Ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga verður að sækja fyrir dómstólum, ef þeir sætta sig ekki við eigur Landsbankans.
Engin ríkisábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju lýðræðið sigraði í þessari lotu. Nú er að halda baráttuni áfram á nógu er að taka.
Sigurður Haraldsson, 11.6.2011 kl. 02:40
Já við hættum aldrei fyrr en Ísland er öruggt fyrir ásókn yfirþjóðlega kúgunar-valdsins. Guðmundur Ásgeirsson er með góða sundurliðun í væntanlegri lögsókn. Áfram Ísland.
Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2011 kl. 14:17
Það hefur enginn í valdastétt Evrópu hag af því að málið fari fyrir dóm. Þvert á móti standa ríkir hagsmunir þeirra til að koma í veg fyrir að svo fari. Þess vegna hef ég hvorki áhyggjur af því að þetta fari fyrir dóm né af niðurstöðunni ef svo fer, því hún mun koma mun verr út fyrir Evrópusambandið en nokkurntímann Ísland.
Þegar þeir verða búnir að rústa efnahagslífi og fjármálakerfum ríkjanna á meginlandinu, hvort sem þeir flýta því með dómsmáli um ríkisábyrgð eða ekki, þá mun Ísland standa eftir með öflugasta efnahagslífið í álfunni. Íslensk ríkisskuldabréf verða þá eftirsóttur fjárfestingarkostur og aðild að ESB verður tómt mál að tala um.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2011 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.