14.6.2011 | 12:25
Þjóðkirkjan heldur áfram að glata trausti
Ég tók þá ákvörðun fyrir helgi að segja mig og börnin mín úr þjóðkirkjunni ef biskupinn gengist ekki við ábyrgð á sínum hlut í yfirhylmingunni með fyrrverandi biskupinum Ólafi Skúlasyni.
Ég vona að sem flestir láti óánægju sína í ljós með þessa ákvörðun Sr. Karls Sigurbjörnssonar, mér finnst hann minni maður fyrir vikið.
Þeir sem hylma yfir glæp, eru að mínu mati samsekir.
Þjóðkirkjan glataði trausti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að margir hafi beðið eftir ákvörðun Karls - ég hafði ákveðið að skrá mig aftur inn í kirkjuna ef hann viki og hreinsun færi fram, dustað yrði úr skúffum og skúmaskotum, en það lítur amk ekki út fyrir að hann hafi sans fyrir þessu.
Jóhanna Magnúsdóttir, 14.6.2011 kl. 13:18
Í fyrsta sinn hef ég velt því fyrir mér að segja mig úr þjóðkirkjunni, er að skoða málið að alvöru.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.6.2011 kl. 13:23
Þeir sem hylma yfir glæp, eru að mínu mati samsekir.
Júlíus Björnsson, 14.6.2011 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.