2.8.2011 | 02:13
Frábær þessi ungi maður !
Pilturinn talar um að hið góða muni sigra hið illa, en ætli sama eigi við hérna á Íslandi?
Maður spyr sig?
Ég var að glugga í stefnuskrá Samfylkingarinnar og lítur hún ágætlega út á blaði, ef bara að þingmenn Samspillingarinnar hefðu stefnuskrána til hliðsjónar af og til, þá værum við í góðum málum.
Hér er stefnuskráin, þetta er afritað af síðu Samfylkingarinnar.
"
Stefnulýsing Samfylkingarinnar
Samfylkingin er stjórnmálaflokkur sem aðhyllist markmið og leiðir jafnaðarstefnunnar. Stefna flokksins og störf byggjast á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð. Í samræmi við stefnu sína hyggst flokkurinn og eiga náið samstarf við verkalýðshreyfinguna og frjáls félagasamtök, og vinna með öðrum jafnaðarflokkum á alþjóðavettvangi.
Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.
Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.
Við teljum að frelsi fylgi ábyrgð gagnvart frelsi annarra, ábyrgð sem ber að tryggja með mótun heilbrigðra félagstengsla. Við viljum samfélag sem geri sérhverjum einstaklingi kleift að njóta fjölbreyttra lífstækifæra og að læra um leið að veita öðrum slíkt hið sama.
Við viljum víðtækt lýðræði. Fulltrúar almennings taki ákvarðanir um sameiginleg málefni fyrir opnum tjöldum. Sem flestar ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða. Einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt.
Við viljum að jöfnuður verði tryggður með samhjálp. Allir þegnar samfélagsins eiga rétt á heilbrigðisþjónustu, menntun og annarri samfélagslegri þjónustu óháð efnahag. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi lífsviðurværi óháð möguleikum til eigin tekjuöflunar. Samhjálp á aldrei að vera ölmusa og á ekki að gera þá sem hana þiggja að annars flokks samfélagsþegnum, heldur efla sérhvern einstakling til að nýta hæfileika sína sér og öðrum til hagsbóta.
Við leggjum áherslu á jafnræði kynja á vinnumarkaði, í fjölskyldulífi og hvarvetna á vettvangi samfélagsmála. Við viljum vinna gegn núverandi misrétti og skapa samfélag þar sem bæði kyn geta tekið fullan þátt í atvinnulífi og sinnt um leið uppeldi og öðru fjölskyldulífi af eðlilegri ábyrgð og ánægju.
Við viljum beita almannavaldinu með hófsemd, með áherslu á að tryggja mannréttindi og lífstækifæri allra einstaklinga og gegn hvers konar misrétti.
Fyrirheit um að hver einstaklingur geti notið sín á samleið með áherslu á efnahagslegar framfarir. Mannauður er nú lykilatriði í atvinnulífi sem og á öðrum sviðum samfélagsins. Menntun verður því leiðin til farsældar hjá einstaklingum, fyrirtækjum og þjóðum. Við viljum að menntakerfi framtíðarinnar þjóni hlutverki nýs jöfnunartækis.
Stofnfundur Samfylkingarinnar 5. og 6. maí 2000
Borgarleikhúsið Reykjavík
Þú skalt vita að þér mistókst" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég set til dæmis stórt spurningarmerki við jafnaðarmennskuna. Er samspillingin að iðka jafnaðarmennsku? Mitt svar er NEI!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.8.2011 kl. 02:42
Góð! Þetta er svo sannarlega þörf áminning til kjósenda Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ef út í það er farið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2011 kl. 09:16
Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2011 kl. 11:11
Gott að sjá þig! Göfug markmið þessi jöfnuður þeirra. Verst að geta ekki kosið núna, Það eru svo margir frambærilegir, sem hafa góð stefnumið í höfðinu, og er treystandi til að vinna eftir þeim.
Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2011 kl. 13:43
Góð áminning Jóna. Þessi sjúki maður í Noregi mun ekki uppskera eins og var meiningin, hvorki hjá hægri né vinstri. Hið góða og réttláta sigrar alltaf að lokum, hvort sem það er á einhverri stefnuskrá eða ekki.
Allt hugsandi og velviljað fólk mun ekki samþykkja neitt annað í framtíðinni, heldur en réttlæti.
Það er að verða hugarfarsbreyting í heiminum, og hugarorka ásamt vilja eru sterkustu öflin sem til eru í veröldinni, og er gríðarlega vanmetin orka í þessum gerviheimi raforku-nútímans.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.8.2011 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.