24.11.2011 | 02:29
Misrétti!!
Er desemberuppbót ekki hluti af kjarasamningum fólks?
Hvers vegna ætlar vinnumálastofnun ekki að greiða desemberuppbót til þeirra sem fengið hafa vinnu?
Ég var atvinnulaus í tæpa 9 mánuði á þessu ári, á ég von á því að fá enga desemberuppbót?
Ég byrjaði að vinna þann 31.08 þannig að ég hef verið atvinnulaus tæpa 9 mánuði á þessu ári.
Árni Páll Árnason, farðu nú að vinna fyrir þjóðina!!!
Hvar er jöfnuðurinn og hvar er sanngirnin?
Er ekki bannað samkvæmt lögum að mismuna fólki?
Eru atvinnuleitendur ekki þjóðin?
Maður spyr sig....
Fá ekki desemberuppbót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er orðin afskaplega þreytt á þessu stjórnarliði öllu saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 10:54
Þú átt rétt á ákveðnum hluta af desembveruppbót frá þínum vinnuveitanda.
Landfari, 24.11.2011 kl. 11:18
Það er svona sem "Norræn velferðarstjórn" virkar. Á hverju áttu menn von ?
Jón Óskarsson, 24.11.2011 kl. 14:58
"Viðmælandi mbl.is hafði samband við Vinnumálastofnun sem og velferðarráðuneytið og fékk þau svör að ekkert væri hægt að gera, en margir hefðu lýst óánægju með þetta."
Computer says NO...!
Haraldur Rafn Ingvason, 24.11.2011 kl. 17:32
Desemberuppbót er ekki inn í lögum um atvinnuleysistryggingar. Á meðan svo er þá er þetta eingöngu geðþóttaákvörðun Velferðarráðherra á hverjum tíma.
Væri gerð lagabreyting og desemberuppbót fest í sessi sem hluti af greiðslum þá væri eðlilegt að nota sambærilegar reglur og á vinnumarkaði og gera upp áunnin réttindi þegar menn falla út af bótum hafi bótatímabilið staðið í 12 vikur eða lengur.
Það er mikið af óréttlæti inn í þessum lögum. Til dæmis þá er alfarið farið eftir þeim degi sem menn skrá sig inn en ekki sannanlegum degi þegar menn verða atvinnulausir. Engar afturvirkar leiðréttingar eru leyfðar.
Annað dæmi er um sjálfstætt starfandi einstaklinga að ef þeir gera upp tryggingargjald aftur í tímann með tilheyrandi dráttarvöxtum þá er þeim refsað í annað sinn með því að láta þá að hámarki fá 25% bætur.
Þessi lög þarfnast margvíslegra breytinga. Það má alveg eins gera athugasemdir við þessi inngrip Velferðarráðherra í lögin án þess að gera sérstakar lagabreytingar á lögum nr. 54/2006.
Jón Óskarsson, 25.11.2011 kl. 10:00
Ég þakka fróðleikinn Jón Óskar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2011 kl. 23:26
Jón Óskarsson, átti að standa þarna í fyrri ahtugasemdinni :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2011 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.