Því er öðruvísi farið hérna á Íslandi

Hérna eru skussarnir verðlaunaðir, þeir fá afskriftir, nýja skuldlausa kennitölu til þess að halda áfram að arðræna almenning, bankana í boði stjórnvalda og stjórnsýslunnar.

Hérna er það viðtekin venja að skussar fái allt upp í hendurnar, en litli maðurinn sem reynir að reka fyrirtæki þarf að keppa við þessa skussa sem aldrei borga skuldir. 

Svo eru það hinir sem skulda á eigin kennitölum, þeir eru að mér virðist aðal glæpalýðurinn í þessu þjóðfélagi. 

Þar er gengið að eignum, fólk borið út úr húsum sínum og þar koma stjórnvöld ekki til hjálpar, né stjórnsýslan. 

Viljum við virkilega lifa í svona spilltu þjóðfélagi?

Er ekki  kominn tími á nýja janúarbyltingu? 

Maður spyr sig...


mbl.is Bannað að koma að viðskiptum í 10 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt Jóna Kolbrún,það kominn tími á alvöru byltingu,það er þvílíkur fjöldi fólks sem myndi koma,en vantar leiðtoga. Síðan þurfum við að hafa eitt markmið stjórnina burt.

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2012 kl. 02:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er löngu komin tími til að koma þessu óhæfa liði frá.  Jóhanna heldur að það sé nóg að segja bara að allt sé í góðu lagi og skilaboðin til SA og Verkalýðshreyfingarinnar eru þær að þau eigi bara að horfa bjartsýn fram á veginn og hjálpa ríkisstjórninni, þetta væri hlægilegt er það væri ekki svona sorglegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband