Það er gott að blessaðir öreigarnir eiga fyrir olíu á skipin til þess að sigla til Reykjavíkur

Þeir munu ábyggilega láta vel í sér heyra á Austurvelli þessir aumingja fátæklingar, ég vorkenni þeim svo mikið.

Útgerðarmenn eru ábyggilega mestu styrkþegar íslenskra stjórnvalda undanfarna áratugi, afskriftir sem þeir hafa fengið hefðu ábyggilega hjálpað heilbrigðiskerfinu okkar hefðu peningarnir verið notaðir í það.

Nei, við sem vinnum sem launþegar erum að hjálpa útvegsmönnun á hverjum degi, samt hirða þeir arð upp á tugi milljarða á hverju ári. 

Hvenær hætta stjórnvöld að láta þetta fólk stjórna landinu? 

Maður spyr sig

ps:  Ætli við skattgreiðendur fáum reikningana fyrir eldsneytiskostnaði við þessa siglingu? 


mbl.is Skip úr Eyjum lögð af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning.  Það vantar bein í nefið á stjórnvöldum gagnvart útrásarvíkingum og stórútgerðarmönnum, því nefi er beint til okkar almennings sem megum bara blæða.  Ætli þeir þurfi ekki að kaupa í matinn fyrir sjómennina sem þeir þvinga til að taka þátt í aðgerðunum?  Þó eldað sé um borð, þá kostar hráefnið líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 09:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóna Kolbrún,ég er búin aað gleyma á hvaða vef Lára H.skrifar,sem þú sagðir mér frá í gær,vildirðu skrifa það hér. mb. kv.

Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2012 kl. 11:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eyjunni minnir mig Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 12:50

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk,mín kæra,gott að geta fræðst meira um mál málanna,því Lára Hanna ,er held ég skörp og réttsýn. Kveðja vestur.

Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2012 kl. 22:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún er flott kona  og skelegg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 22:30

7 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég þekki til svona útvegsmannafjölskyldu og væri alveg sátt fyrir að geta veit mér og mínu fólki það sem þau láta eftir sér.

Svo finnst mér eins og útvegsmenn séu búnir að heilaþvo verkafólkið sitt og segja sem svo "ef ég "tapa" (aka borga skatta) þá missið þið vinnuna" Hvaða kjaftæði er þetta - þeir væru ekkert án síns dyggðuga verkafólks.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 9.6.2012 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband