15.6.2012 | 02:55
Var það svona sem snillingarnir unnu, fyrir hrun?
Eins og fram hefur komið þá falla 26 milljarðar á skattgreiðendur vegna falls bankans.
Þá greindi Fréttablaðið í dag frá því að Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 50 milljörðum króna á árunum 2008-2010. Á sama tíma jukust innlán hans um tug...i milljarða. Rekstrarkostnaður sjóðsins árið 2009, meðal annars launagreiðslur, var 2,3 milljarðar.
Umsögn.
Er hugsanlegt að tær snilld hafi búið að baki tug-milljarða innlánaaukningu?
Hvernig þá?
Jú, innlánatrygging ríkisins nær til allra innlána, þ.m.t. GERVI-innlána upp á milljarða sem samtímis eru sýnd sem lán til eignarhaldsfélaga þannig að eftir stendur meint innlánaskuld sparisjóðsins og samsvarandi útlánaeign.
Engir peningar koma við sögu, en við uppgjör sparisjóðsins finnast engar eignir í eignarhaldsfélögunum en ríkiið borgar út tryggingu á innlánum sem aldrei voru til. (@Gunnar Gunnar Tómasson)
Áhugaverðar vangaveltur Gunnars Tómassonar...
Er það svona sem svindlið var yfirleitt fyrir hrun líka?
Maður spyr sig...
Vill skýrslu PwC um SpKef | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já , greiða fyrir tómið,hreinn þjófnaður.
Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2012 kl. 12:47
Og þjófarnir ganga lausir og eru enn með sína jeppa og hús. Mér er sem ég sjái hnuplara sem hnuplar læri úr búð frá svona friðhelgi. Steldu nógu miklu og þér er borgið. Ekki reyna að stela læri eða lyfrarpylsu. Ja svei þessu bara. Það er eitthvað mikið að í okkar litla þjóðfélagi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2012 kl. 19:57
Já það virðist vera löglegt að stela bara nógu stórri upphæð, þá eru þér allir vegir færir og þú færð lán allstaðar án nokkurra trygginga... Þetta er óþolandi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.6.2012 kl. 02:33
Gjörsamlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.