19.7.2012 | 01:38
Loksins
Það er löngu tímabært að fá smá veðrabreytingar.
Ég er orðin leið á endalausum hita og sólskini.
Landið okkar þarf á smá vökvun að halda, við fólkið líka.
Loftið hefur verið svo þurrt að margir eru með ertingu í nefi, hálsi og augum.
Ég hlakka til að anda að mér almennilegu lofti, með smá rakastigi.
Svo er ég líka orðin leið á að vera alltaf í stuttbuxum og hlýrabol.
Ég er svo heitfeng að ég þoli illa hita yfir 15°, loksins verður líft hérna :)
Með dýpstu lægðum í júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gróðurinn hefur gott af þessari vætu og við líka, sérstaklega þeir sem hafa gróðurofnæmi. Og svo er þokkalega hlýtt með.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2012 kl. 10:39
Margt er manna bölið,misjafnt drukkið ölið.þriðji hver afkomandi minn er með gróðurofnæmi,man ekki eftir því í mínu ungdæmi.
Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2012 kl. 17:17
uss uss ég er því fegnust hvað ég þarf sjaldan að slá í sumar ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2012 kl. 21:48
Og ég mæti bara alltaf á hlýrabol og tásunum í vinnuna - allt suðurgluggar á skrifstofunni minni - og það er nú ekki eins og ég sé einhver megakroppur en maður lætur sig hafa það :)
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 21.7.2012 kl. 00:48
sammála, gott að fá vætu.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2012 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.