Raflostbyssa?

Er ekki kominn tími á það að gefa þessu vopni íslenskt heiti? 

Mér finnst raflostbyssa vera frekar erfitt orð, svona til daglegrar notkunar.

Stuðbyssa, eða rafbyssa finnst mér hljóma betur. 


mbl.is Með raflostbyssu á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl! ER bara ekki fínt hjá þér;stuðbyssa??

Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2012 kl. 02:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stuðbyssa er þjált og gott orð, en lýsir það nógu vel þessu vopni?

Okkur hefur enn borið gæfa til að halda þessum vopnum frá löggæslunni okkar, þó fast sé sótt af þeirra hálfu að eignast slík vopn. Í Bandaríkjunum er það hins vegar mjög algengt meðal lögreglunnar og reyndar fleiri löndum. Mörg dauðsföll hafa hlotist af notkun þessara vopna og einkum vegna vanþekkingar þeirra sem með þau fara.

Það er eins og lögreglu þessara landa telji í lagi að beyta þessu vopni ítrekað, af þeirri einföldu ástæðu að það skýtur ekki kúlu.

Margir eru viðkvæmir fyrir því stuðu sem þessi vopn gefa og má t.d. nefna aldrað fólk og þá sem hafa gangráð, auk annara hópa. Þegar lögregla kemur að manni sem hún telur ekki fara að lögum, veit hún ekki hvort viðkomandi sé með gangráð, eða einhvern annan kvilla sem gæti leitt til dauða við notkun vopnsins. Af þeim sökum hafa margir einstaklingar látið lífið eftir að hafa fengið stuð úr svona byssu.

Þá hafa margir farið hamförummeð þetta vopn og gefið sama einstakling ítrekað stuð. Þannig hafa einnig orðið dauðsföll.

Frægast er þó sennilega atvikið sem átti sér stað á þjóðvegi í USA, þegar vegalögga ætlaði að stöðva bíl. Undir stýri var gömul kona og einhverra hluta vegna tók hún ekki eftir merkjum lögreglunnar og þá fauk hressilega í vörð laganna og ók hann fram fyrir bíl konunnar og neyddi hana til að stöðva bílinn. Fór síðan og dró gömlu konuna út úr bílnum, með harðræði og eitthvað hefur konan sagt sem lögreglunni mislíkaði, því hann tók upp rafbyssu sína og skaut að konunni. Hún lést. Þetta atvik er hægt að finna á youtube.

Mjög miklar umræður urðu um þeta atvik í Bandaríkjunum, á sínum tíma og auðvitað var viðkomandi lögregluþjóni vikið úr starfi. Engum datt þó í hug að ræða hvort hætta ætti að nota þessi vopn.

Lögregluþjónn sem hefur skammbyssu beytir henni ekki nema í neyð, hann veit að notkun hennar er banvæn. En það hefur sýnt sig hjá þeim þjóðum sem tekið hafa þetta vopn í notkun hjá sinni löggæslu, að notkun þess er mun frjálslegri, þó sú notkun hafi leitt af sér dauða í mörgum tilfellum.

Við skulum vona að þetta vopn verði aldrei tekið í notkun hér á landi. Að einu skiptin sem þau komi til umræðu sé þegar þau finnast í höndum glæpamanna. Þá er vel hægt að nota jafn ljótt og óþjálft orð sem raflostbyssa. Það segir mun meira um vopnið en stuðbyssa.

Gunnar Heiðarsson, 21.8.2012 kl. 07:46

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrstu rafstuðbyssurnar gáfu um 50.000 volt, að vísu við nokkuð lága spennu. Strax við upphaf á notkun þeirra varð ljóst að dauðsföll gætu hennt og vissulega hefði átt að grípa þá inní og banna smíði þeirra um allan heim. Það var ekki gert.

Nú er hægt að kaupa slík vopn á frjálsum markaði. Að vísu hafa þau verið "beturbætt" og gefa nú allt að fimm miljón volta stuð! Jafnel er hægt að kaupa sér farsíma með innbyggðri rafstuðbyssu sem gefur 4.5 miljón volta stuð og kostar slíkur sími innan við $100 (12.000kr)!

Árið 2009 viðurkenndi einn helsti framleiðandi þessara vopna að þau gætu leitt til dauða. Enn datt engum í huga að hugsanlega væri rétt að stöðva framleiðslu þeirra. Þessi tiltekni framleiðandi hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist og "beturbætti" sína framleiðslu.

Þá hafa flest mannréttindasamtök fordæmt notkun þessara vopna og hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig fordæmt hana.

Gunnar Heiðarsson, 21.8.2012 kl. 08:11

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki treysti ég íslensku lögreglunni nóg til þess að  fara með svona vopn.  Svona valdbeitingarvopn eru hættuleg í höndum illa þjáflaðra lögreglumanna/kvenna...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.8.2012 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband