Aðeins börn efnafólks stunda tónlistarnám í dag

Ég er móðir 6 barna og hef alltaf verið láglaunamanneskja, ég hef ekki haft efni á því að senda mín börn í nám í tónlistarskólum.

Það kostar tugi þúsunda á hverri önn fyrir hvert barn að nema tónlist í tónlistarskólunum.

Það hefur haft forgang að hafa nóg að borða og þak yfir höfuðið á fjölskyldunni.

Allt annað hefur verið lúxus sem við höfum ekki getað leyft okkur.


mbl.is Forsetinn hvetur til tónmenntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já það ætti að vera lágmarks kennsla í tónmennt,kanski er hún í einhverjum skólum. Í kársnesskóla var/er barnakór starfandi undir stjórn mikilhæfs kennara,Þórunnar Björnsdóttur. Þar var einnig lúðrasveit sem var oft fengin að leika á fótboltalandsleikjum. Börnin hafa þar fengið einhverja tilsögn,en spurði aldrei þar sem börnin mín sóttust ekki eftir því.

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2012 kl. 04:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér, það er nauðsynlegt að börn geti stundað tónlistarnám.  Sem betur fer er ég bara með einn dreng á framfæri núna og hef því betri aðstæður til að hafa hann í tónlistarnámi, en ríkið á að koma að þessu máli.  Þvi ég er viss um að svona nám er stór liður í uppeldi einstaklings og hjálpa honum að takast á við lífið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband