9.10.2012 | 02:39
Nei það er ekki satt Össur
Það er ekki skaðlegt hagsmunum okkar Íslendinga að stöðva aðildarviðræðurnar (aðlögunina) að ESB.
Það er löngu fyrirséð að upptaka evrunnar væri kannski möguleg í fjarlægri framtíð.
Sérfræðingar hafa talað um að allavega 10 ár væru í upptöku evrunnar vegna óstjórnar á Íslandi.
Skuldastaða ríkissjóðs býður ekki uppá evru vegna Maastrict samkomulagsins.
Hvað er Seðlabanki Íslands að taka þátt í þessum skrípaleik og tala krónuna niður?
Hverra hagsmuna gætir Seðlabankinn?
Maður spyr sig....
Skaðlegt að slíta ESB-viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóna það er alveg augljóst hvaða hagsmuna er verið að gæta. Það eru hagsmunir þeirra sem ESB er að múta eins og Össurs sjálfs.
Einar Þór Strand, 9.10.2012 kl. 07:46
Algjörlega sammála ykkur með þetta. Hann er ekki að hugsa um þjóðina heldur sjálfan sig, það er skaðlegt fyrir Samfylkinguna að hætta viðræðum, því þetta er þeirra eina mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2012 kl. 10:43
Sannarlega, andstæðingar esb hafa uppgötvað samviskulausa stjórnarhætti Jóhönnustjórnar.
Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2012 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.