10.2.2013 | 03:09
Ekki í fyrsta skiptið
Þetta hrossakjötsmál er ekki það fyrsta sinnar tegundar í Evrópu.
Það eru ekki margir mánuðir síðan svínakjöt var selt sem nautakjöt í Svíþjóð, það kjöt var litað og innflutt frá Ungverjalandi.
Þetta svikna nautakjöt sem reyndist vera hrossakjöt var frá Rúmeníu.
Núna er spurningin svohljóðandi: Er ekkert eftirlit með afurðum í ESB, getur fólk bara sagt "nautakjöt" og kaupandinn treystir seljandanum?
Ætli þetta sé svona á Íslandi líka?
Að maður sem kaupir nautahakk, fari heim með blöndu af allskonar ódýrara kjöti?
Hóta að fara í mál vegna hrossakjöts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er margt gert til þess að græða meira, hrossakjöt er sjálfsagt allsstaðar miklu ódýrara en nautakjöt og eins og ég segi græðgin að ráða för...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.2.2013 kl. 09:05
Man eftir einusm manni er tjáði mér að hann hefði fengið bestu nautasteikina hjá ákveðnum kokki.
Þennan kokk þekki ég nú aðeins og vissi reyndar hversknar nautakjöt þetta var...
Þetta nautakjöt var reyndar hrossakjöt sem kokkurinn skírði nautakjöt...
En ég er sammála því að besta nautakjötið er í raun ekki nautakjöt... :)
Með kveðju
kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 10.2.2013 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.