Ábyggilega fróðlegt að sjá hvað gerist

Ég dáist að hugrekki Birgittu Jónsdóttur.

Ég hef ekki trú á því að Bandaríkjamenn fari að handtaka hana.

Það hlýtur að vera áhætta fyrir þá að handtaka þingmann annars lands, sem gæti valdið alvarlegum milliríkjadeilum.

Áfram Birgitta!


mbl.is Birgitta neitar að lifa í ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er ekki hugrekki heldur athyglis græðgi. Hún verður að vera í sviðsljósinu og hún þolir ekki að vera ískugga sviðsljósins eins og segir það.

Ég ættla að vona að vinir hennar í BNA, FBI og CIA sýni henni kurteisi og látti hana fá frítt fæði og húsnaði meðan hún er í heimsókn í Satans landinu. After all she is a member of parlament. Ekki viss um að henni mundi líka fæðið og kanski ekki húsnæðið heldur.

WOW, eins og BNA hafi einhvern áhuga á því hvað Ísland mundi gera í hefndarskyni?

Ok lítum á hvað mundi gerast fyrir BNA:

1. Loka sendiráði BNA á íslandi, ekkert diplomatíkst samband við Ísland, heldur þú að BNA hafi áhyggjur af því? Það var ekki sendiherra á Íslandi í langan tíma.

2. Hætta að hafa viðskipti við Ísland. Sennilega fer allt á hausin í hagkerfi BNA, eða hvað heldur þú.

3. Er eitthavð annað sem íslendingar geta gert, oh já senda varðskipinn að ströndum BNA og setja hafnarbann á BNA. Og gera hvað?

4. Get ekki munað eftir neinu öðru.

Hverjar væru afleiðingarnar fyrir Ísland.

1. Ekkert diplómatískt samband við BNA, skiptir Ísland engu máli vegna kanafóbíu íslendinga.

2. Enginn viðskipti við BNA, held að Ísland kæmi til með að tapa þar. Get hugsað mér t.d. að 5 flugvélar fullar af farþegum daglega hættu því fljúga til BNA o.s.frv.

3. Varskipakvín mundi kosta of mikið, Landhelgisgæslan á ekki pening til að halda varðskipunum úti í kringum landið, hvað þá að halda um hafnarbann á BNA.

4. Er eitthvað annað sem kæmi fyrir Ísland? Sennilega en kemur ekki huga mér eins og stendur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 05:04

2 Smámynd: Sólbjörg

Von Birgittu um heimsathygli kitlar hana, því ef hún er látin óáreitt af BNA verður hún talin "hugrökk" að hafa farið og fær ahygli, en ef hún er handtekin fær hún heimsathygli og álítur að þá verði hún auðvitað látin laus vegna þrýsting og yrði þá sjálfkrafa "heilög Jóhanna" á heimsvísu. Það kitlar heldur betur.

Augljóst af viðtali við Birgittu að hún hefur ekki hugsað málið út frá forsendum BNA,- ætti að gera það, góð greiningi á því hjá Viggó í bloggi við þessa sömu frétt.

Sólbjörg, 13.2.2013 kl. 05:23

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Las pistillinn hans Viggó segir vel og rétt frá.

En Birgitta þarf athygli, það vitum við öll, og hún segir það sjálf að hún þoli ekki að vera í skugga sviðsljósins.

Takk fyrir innlitið Sólbjörg.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 05:51

4 Smámynd: Sólbjörg

Einmitt hugsjónirnar mátast vel og ávallt hannaðar fyrir sviðsljósið.

Sólbjörg, 13.2.2013 kl. 08:44

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek allshugar undir með þér Jóna. Birgitta hefur verið skeleggur fulltrúi þeirra sem þora og vilja betra samfélag.

Átta mig ekki á hvað þeir sem skrifað hafa aths. við færslu þína eiga við.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2013 kl. 22:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Jóna Kolbrún, Birgitta er flottur einstaklingur sem við getum verið stolt af og mættu fleiri taka hana til fyrirmyndar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2013 kl. 23:16

7 Smámynd: Sólbjörg

Birgitta er fjarskagóð. Það eru mörg réttlætismál hér heima á Íslandi sem þarfnast umbóta - verkin tala. Með kveðju.

Sólbjörg, 14.2.2013 kl. 09:01

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Birgitta er bölvaður drullusokkur, havð er það svo sem að hún hefur látið gott af sér leiða fyrir íslenzku þjóðina?.

Hvern fjandan er hún að gera með að fara til lands sem vill ekki sjá að hún komi? Lands Satans, sem hún og aðrir íslendingar segja að sé land viðbjóarins og allir þar séu nautheimskir.

Ef hún hefur brotið lög, þá ættla ég að vona að hún verði dreginn fyrir dóm og ef fundin sek að hún verði lokuð inni í mörg ár. Í BNA að ef maður/kona er fundin sek, þá er það ekki eins og á íslandi enginn hegning, heldur er dæmt samkvæmt lögum og afbrotamanneskjan verður að taka út sýna hegningu.

Hvað átti það a þýða að koma Julian inn í sendiráð BNA á Íslandi á fölskum forsemdum?

Og þetta dásemið þið og telja Birgittu einhverja hetju, skil ekki svon.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.2.2013 kl. 19:19

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jæja svo Las Vegas maðurinn er kominn til Houston í Texas og heldur áfram skítkasti sínu þaðan. Hvað meinar hann með „landi Satans“ er það einhver amerískur kölski? Mér sýnist á öllu að þessi náungi sé ekki með öllum mjalla og þurfi að komast sem fyrst undir læknishendur áður en verra hlýst af.

Umræðurnar á þingi í dag voru vægast sagt einkennilegar, þær minna á skotgrafir þar sem andstæðar fylkingar kappkosta að ata sem mestum aur á hvora aðra.

Þessi átakastjórnmál þurfa að heyra sögunni til. Kannski þá verður unnt að fækka þingmönnum. Væri kannski nóg að hafa eins og 11-13 þingmenn?

Guðjón Sigþór Jensson, 14.2.2013 kl. 21:13

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sko til Guðjón Googlaði Houston og veit nú að það er í Texas. Hér í kringum Houston er enginn dalur þannig að ég get ekki verið í einhverjum afdal.

Er BNA ekki land kölska? Eins og Birgitta og flestir íslendingar skrifa og tala um BNA, eftir að heyra eða lesa þær lýsingar þá er sennilega Helvíti betri staður.

Margur heldur mig sig. Er þetta ekki maðurinn sem hélt/heldur því fram að minnisblað geti verið samningur og að ef að maður var í borgarstjórn fyrir (A) í den tid að þá sé hann eitthvað fjármála sjení.

Líttu í spegil Guðjón minn, þá kanski sérðu hverslags mann þú hefur að geima.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.2.2013 kl. 22:35

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóhann Kristinsson, hvaða endemis bullari ert þú?  Þekkir þú Birgittu?  Hvaðan kemur þetta skítkast?  Mér finnst þú ekki svara verður....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2013 kl. 01:56

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jóna

Ég hef hlustað á Birgittu.

Ég hef lesið það sem Birgitta hefur skrifað.

Ég hef lesið, heyrt og séð hvað Birgitta hefur gert.

Af þessu hef ég lært að Birgitta er með athylissýki, eins og hún segir sjálf að hún þolir ekki að vera í skuggasviðsljósins.

Svo bendi ég á athugasemd #1 og #8 hvernig ég sé Birgittu sem maneskju í gegnum það sem ég hef lært um Birgittu.

Jóna

Þekkir þú mig?

Hvaðan kemur þetta skítkast?

Mér finnst þú ver þess virði að svara þér.......

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 18.2.2013 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband