12.3.2013 | 01:00
Persónuvernd hvað?
Þessi frétt er skemmtileg, fólk er svo skrýtið.
Sjálfviljugt gefur það allskonar upplýsingar á fésbókinni, og hefur stundum ekki hugmynd um tenginguna við Google og aðrar leitarsíður sem skrá allar upplýsingar um viðkomandi notanda.
Svo er fólk að æsa sig upp yfir allskonar smáatriðum í upplýsingaöflun íslenskra fyrirtækja.
Ef þú ert notandi á facebook, þá hlýtur þú líka að vera fylgjandi upplýsingaöflun sem þeirri síðu fylgir.
Fyrirtæki borga stórar upphæðir fyrir þessar upplýsingar, og þú ert samþykkur því sem notandi.
Hvernig líkar fólki þetta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ já Jóna mín við erum komin inn í upplýsingasamfélag, þar sem við erum nánast nakin frammi fyrir stóra bróður, og við þurfum ekkert að velkjast í vafa um að allt slíkt er skrásett, hver tilgangurinn er.... ja það skal ósagt látið. En af einhverjum orsökum er verið að halda þessu öllu til haga.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2013 kl. 12:49
Reiknilíkönin nota t.d. við hvað þú “lækar” þær væru misvísandi há mér sem ,læka, stundum sem svona kveðju til fólks.
Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2013 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.