12.4.2013 | 01:18
Það þarf ekki að yfirtrompa
Með því að koma með raunhæfar aðgerðir fyrir heimilin hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki þurft að keppa við loforð Framsóknarflokksins.
Aðalvandi þjóðfélagsins í dag eru skuldirnar verðtryggðu, við erum ekki að fá launin okkar í sama gjaldmiðli og skuldirnar eru.
Ég er búin að vonast eftir endurnýjun á frambjóðendum Sjálfsstæðisflokksins, en lítið hefur gengið.
Að vísu, var nokkrum hafnað í prófkjörum nýverið, eins og Tryggva Þór Herbertssyni, Árna Johnsen og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Næsta skref hlýtur að vera að losna við Guðlaug Þór og Illuga.
Það er allavega mín tilfinning...
Ég útiloka ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nema að Þorgerður Katrín hafi ekki boðið sig fram, er smá gleymin
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2013 kl. 01:31
Það er líklegt,þetta varð svona 4 árum eftir vonbrigði okkar með umsókn í Evrópu samb, kveðja til þín
Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2013 kl. 01:37
Held að hún Þorgerður hafi ákveðið að stíga til hliðar, hún gerir sér grein fyrir að óþægileg mál yrðu í umræðunni, sem hún vill frekar láta liggja í þagnargildi, enda hefur hún vel efni á að taka sér frí
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2013 kl. 08:49
Manneskja sem skuldar 430 jafngreiðslur segir skulda lán 28 milljónir 18 útborgun 10 verðbætur , en gleymir vöxtunum. Síðasta greiðsla er verðtryggð hér þá gildir að ef hún er 120.000 kr. þá skuldar þessi manneskja 430 x 120.000 kr. Að raunvirði sem hækkar síðar vegna þess að var lægri fyrst [70 kr.?]. [laun hækka örugglega ekki að raunvirði almennt sem hltufall þjóðartekna] . Hún skuldar. 51,6 milljónir.
Ísland er ein landið þar sem aldrei er talað um heildar skuld lántakenda. þetta er vegna greindarleysis Íslenkra ráðamanna.
Af svona uppsveiflu skuld er hægt að klippa t.d. 100 greiðslur. Manneskjan borgar þá 320 greiðslur næstu 27 ár. Hver borgar það eftir 27 ár veit enginn. 70 ára gamalmenni í dag geta andað róleg.
Júlíus Björnsson, 18.4.2013 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.