16.10.2007 | 03:09
Reykingabann
Eina kaffistofan á Íslandi sem leyfir reykingar, er í Alþingishúsinu, þar sem hinir háu herrar/frúr ákveða fyrir okkur hin að við megum hvergi reykja innanhúss á opinberum stöðum. Ég bara spyr, er alþingishúsið opinber staður. Eða hvað segja lögin um þetta? Eru þingmenn/konur að brjóta lög? Hvers eigum við almúginn að gjalda, þegar fólkið sem valdið hefur skipar okkur að gera eitt en svo gerir það allt annað!! Svo er önnur spurning, eru alþingismenn/konur of góð/merkileg til að standa úti í kulda og trekki, rigningu eða snjókomu til að fá sér að reykja? Ég segi eitt skal yfir alla ganga!! Engin forréttindi fyrir þingmenn/konur!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Er þér alveg innilega sammála. Þetta er hræsni og aumingjaháttur af verstu sort. Ég skora á einhvern að hreinlega kæra þetta. Get ekki ímyndað mér að þetta standist lög.
Ég á óhægt um vik að kæra þar sem ég er ekki búsettur á Íslandi en væri ég þar myndi ég hiklaust kæra.
Bestu kveðjur
Jón Bragi Sigurðsson, 29.10.2007 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.