1.11.2007 | 01:57
Neyslustýring !
Ég er gömul í hettunni og hef þann leiða ósið að drekka sykurlaust gos. Fyrstu kynni mín af sykurlausu gosi voru fyrir u.þ.b 30 árum, þá byrjaði ég að drekka diet-spur kóla. Síðan þegar hætt var að framleiða það, smakkaði ég diet-kók. Ég drakk diet-kók með bestu lyst í nokkuð mörg ár ég giska á svona allavega 20-25 ár, en þá kom kók-light á markaðinn og síðan þá hef ég ekki haft efni á að drekka diet-kók vegna þess að það hækkaði upp úr öllu valdi, eða hefur aldrei verið á tilboði í Bónus eða hinum búðunum sem eru að keppa við þá í verði. Kók-light læt ég ekki inn fyrir mínar varir vegna væmnislegs bragðs, svo mín varð að finna eitthvað annað. Og núna drekkur mín bara Pepsi-Max, sem er betra en Kók-light á bragðið. Ég sakna ennþá þess að drekka diet-kók en, mér dettur ekki í hug að kaupa það vegna verðsins. Ég fæ tvær flöskur af Pepsi-Max fyrir sama pening og ein diet-kók kostar!!! Allavega þessa vikuna!!
Nöldrarinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.