4.11.2007 | 01:57
Hundagangan
Ég mætti á Laugarveginn í dag með minn litla huglausa hvolp sem heitir Úlfur kallaður Úlli, hann var svo hræddur við lúðrasveitina að hann reyndi að flýja inn á bar, og svo inn í nærfataverslun (Þessa nýju verslun Systur). Svo var hann rosalega hræddur við alla hina hundana. Þegar við vorum kominn niður svona hálfann Laugarveginn var minn litli huglausi hvolpur orðinn svo vanur lúðrasveitinni, og hinum hundunum að hann gekk eins og vel fyrirmyndar hundur við hæl hjá mér.
Það var gaman að sjá hundinn sem lék listir sínar og var ótrúlega hlýðinn við eiganda sinn, ég vona að minn litli verði svona hlýðinn, einn góðan veðurdag
Ég vona að litli Úlfur verði seinna varðhundurinn minn, en þá þarf hann að læra að hræðast ekkert og það gæti verið vandamál í framtíðinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.