21.11.2007 | 01:53
Sem betur fer missti ég af jarðskjálftunum!
Ég er haldin jarðskjálftafóbíu á háu stigi, ég var í marga mánuði að jafna mig eftir skjálftana 2000. Ef stór bíll keyrði framhjá húsinu mínu fékk ég sting í magann o.s.f.v. ég vona að ég sleppi alveg við að finna jarðskjálfta ef þessi hrina heldur áfram. Ég man árið 1990 þegar ég var á fæðingardeildinni og það kom skjálftahrina frá Krísuvík, ég lá í rúminu og fékk bakhnykk( varð alveg stjörf) Þetta byrjaði allt 1971 eða 1972 ég var ein heima þegar jarðskjálftahrina byrjaði, frá Krísuvík allt skalf og nötraði heima og ég var alein og fiskabúrið mitt sem var uppá sjónvarpinu okkar hreyfðist úr stað og það var öldugangur í því. Ein með hrikalega fóbíu, allavega sem Íslendingur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.