25.11.2007 | 02:58
Ég hlakka svo til :)
Það er minna en mánuður til jóla og ég nenni ekki að gera jólahreingerningu fyrir þessi jól, en það er nauðsynlegt að þrífa gluggana áður en jólaljósin verða tendruð í mínum gluggum. Ég ætla að láta það duga fyrir þessi jól að þrífa gluggana og gardínurnar. Mikið finnst mér gott að geta bara slappað af og ekki hugsað um venjulega jólahreingerningu þetta árið. Það eru forréttindi að geta bara slappað af og gleymt öllum skítnum sem liggur í leyni einhversstaðar og bíður vors og hækkandi sólar að verða upprættur
Og þetta árið ætla ég ekki að bíða eftir Þorláksmessu til að pakka inn öllum gjöfunum, ég ætla að pakka inn um leið og ég kaupi gjafirnar. Ég vona bara að ég standi við þetta, ég gleymdi því í fyrra. Ein þreytt/löt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.