17.12.2007 | 02:15
Bridds eða bridge !
Núna er komið ár síðan ég byrjaði að horfa á þegar karlarnir á barnum voru að spila Bridds. Og fyrir hálfu ári byrjaði ég sjálf að spila, þegar fjórða mann vantaði í Briddsið á barnum. Ég hafði þannig kennara að ég kann bara smá í svokölluðu vínarkerfi en allir sem spila Bridds í keppnum og svoleiðis nota standard kerfi. Þannig að ég er bara gjaldgeng sem spilari, á barnum eða með gömlum spilurum sem hafa ekki lært standard. Mig langar að læra standard kerfið en ég hef ekki tíma til þess. Það er frekar erfitt að vera að afgreiða og spila á sama tíma, en ég spila bara í neyð Í gamla daga spilaði ég bæði Vist og Kana og spila stundum Kana við krakkana mína síðast fyrir þremur vikum síðan, við skemmtum okkur vel saman, ég er svona ævintýramanneskja þegar kemur að sögnum, og fell oft og tek með mér mótspilarann, börnin þola ekki að falla oft enda ég í hárri mínustölu.. Ein spilasjúk
Athugasemdir
þetta skil ég. Ólst upp við mikið briddsspileri og gat staðið og fylgst með tímunum saman. Kann að telja punkta ´(vínarkerfið) Við vinkonurnar snérum okkur að kana. Spiluðum oft fram á morgun. Ég á mjög erfitt með að hætta að spila þegar ég er byrjuð. Ekkert gaman að spila nema taka sjensa. Enda er þetta leikur. Hef verið ;þurr; alltof lengi, ætti að fara að hóa í stelpurnar. Skemmtu þér vel
Hólmdís Hjartardóttir, 17.12.2007 kl. 02:38
Ég skemmti mér alltaf vel þegar ég spila og tek alltaf sjénsa hvort sem það er bridds eða kani...no pain no gain!!! eða ef þú leggur ekkert undir er enginn ágóði
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.12.2007 kl. 03:09
Ég held ég þurfi að finna barinn þinn
Hólmdís Hjartardóttir, 17.12.2007 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.