18.12.2007 | 02:53
Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til...er uppáhalds jólalagið mitt
Ég er svo afslöppuð, ég er búin að panta jólasteikina í Krónunni á Grandanum, eitt kíló nauta fillet!! og ekki eitthvað útlent, bara íslenskt. Ég hafði skoðanakönnun hérna heima um það, hvað ætti að vera í jólamatinn, nauta mínútusteik vel pipruð og bernaise sósa varð ofaná, svo geri ég alltaf jólasúpu sem er uppbökuð Rósakálssúpa Ég á bara eftir að kaupa 3 jólagjafir, allar hinar eru innpakkaðar og tilbúnar til afhendingar. Ég hef aldrei verið svona skipulögð áður, ég er þannig kona " gera allt á síðustu stundu"
Batnandi mönnum er best að lifa. Ein sem reynir að betrumbæta sig
Athugasemdir
yndislegur tími. Mest hlakka ég til að borða skötustöppu
Hólmdís Hjartardóttir, 18.12.2007 kl. 03:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.