19.12.2007 | 03:10
Jólatréð er æðislegt!
Ég og elsta dóttir mín vorum í innkaupaleiðangri um daginn, og fyrir algjöra slysni rákumst við á æðislegt jólatré, það er tveggja metra hár Normansþynur. Dóttirin vildi endilega kaupa það,en það kostaði 4990. Næst á dagskránni er að athuga með seríurnar hvort þær séu nógu flottar og með nóg af ljósum til að lýsa upp dýrðina. Núna erum við með 4 ketti og þar af einn kettling, sem á örugglega eftir að skemmta sér vel, gömlu kisurnar mínar eiga líka eftir að stela svona einni og einni kúlu af trénu, en ég vona að bara kettlingurinn nenni að klifra í því, gömlu kisurnar eru búnar að klifra í jólatrjám undanfarin ár Svo er líka hvolpurinn ég veit ekki hvort hann hafi áhuga á jólatrjám, hann er bara 8 mánaða gamall og er frekar stilltur og rólegur, það mun koma í ljós eftir 5 daga hvort jólatréð æðislega fær að standa í friði eða ekki. Ein í jólaskapi
Ps. Ég gleymdi að skrifa jólakortin, verður gert á morgun, verð bara að kaupa þau fyrst
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.