20.12.2007 | 01:52
Yndislegt veður úti, hiti og rigning.
Ég er ein af þessum sem finnst rigningin góð, það er svo frískandi að fara út að ganga í rigningu, maður verður bara að vera rétt búinn. Við íslendingar erum nú ekki eins og fólk er flest, í rigningu eru útlendingar í regnkápum, regngöllum eða með regnhlíf, það er eins og þeir vilji ekki blotna. Það er nú önnur saga með okkur, okkur virðist vera sama þó að blotni aðeins í okkur, með örfáum undantekningum Við erum svo heppin að búa á landi sem er aldrei of heitt, bara mátulega heitt, eða mátulega kalt. Maður getur alltaf klætt af sér kuldann, en ekki hitann. Og þótt hann blási nú af og til þá hrynja húsin okkar ekki, ofan af okkur. Ein í bjartsýniskasti
Ps keypti jólakortin í gær, skrifaði þau öll og sendi í póstinn seinni partinn!!
Athugasemdir
Sagðistu heita Pollyanna??
Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2007 kl. 02:05
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.12.2007 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.