Komin í tveggja daga frí, frá vinnu nú skal þvo fyrir jólin á morgun

Nú er kominn tími til að huga að þvotti svo allir hafi hreint á rúmum og eitthvað hreint að vera í á jólunum.  Ég er nú frekar fegin að jólakötturinn er dauður (eða ég vona að hann sé dauður), annars færu öll börnin mín í jólaköttinn en ég sjálf myndi sleppa Woundering  Ég keypti mér föt um daginn, jólaföt en börnin nota gömul föt.  Sem voru keypt á útsölum í sumar.  Loksins eru börnin komin í jólafrí, og ég get sofið út í fyrramálið.  Ég elska það þegar ég get sofið í friði, vegna þess að ég er algjör nætur-hrafn, ég fer sjaldan að sofa fyrir klukkan 3 á nóttunni, og verð að vakna klukkan 7.30 til að vekja ungdóminn í skóla. 

 Þessi jól verða 5 af börnunum mínum hjá mér í jólamatinn, í fyrra voru tvær á kvöldvakt á elliheimilinu sem þær eru að vinna á.  Og eitt barnabarn.  Þannig að það verður fjör hjá okkur, svo koma ættingjarnir til mín eftir matinn í súkkulaði og smákökur.  Ein sem er hérumbil tilbúin fyrir jólin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vinn í nótt og annað kvöld svo þriggja daga frí sem verður gott. Annars trúi eg á jólaköttinn svo hjá mér fá allir í það minnsta nærbuxur.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.12.2007 kl. 03:12

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

hmm kannski ég ætti að kaupa sokkaá liðið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.12.2007 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband