Erfiður dagur að baki.

Um hádegið kom næst elsta dóttir mín með 3 börnin sín í heimsókn, dóttirin sem á yngsta barnabarnið hefur verið hérna hjá mér í tvær vikur, öll börnin voru heima og öll barnabörnin.  Og lætin Woundering  mín var bara dauðþreytt.  Samt skrapp ég út að versla síðustu jólagjafirnar meðan gestirnir voru hérna, elsta dóttirin kom með mér bara til að flýja lætin held ég.  Það voru teknar myndir af liðinu, vegna þess að það er frekar sjaldgæft að allir afkomendurnir séu hérna á sama tíma.  Ég held að ég verði að fá mér stærri sófa fyrir næstu myndatöku, það var mjög þröngt um alla krakkana á sófanum mínum.  Flest okkar eru með kvef og hósta samt er enginn almennilega veikur, þ.e.a.s enginn er með hita.  Svo voru bakaðar smákökur í kvöld, þriðja bökun af kornfleks kökum, þær eru étnar jafnóðum hérna.  Ein þreytt amma sem er að passa barnabarnið þetta yngsta, sem betur fer hefur hann ekki vaknað

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skatan læknar allar pestir

Hólmdís Hjartardóttir, 22.12.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband