Mamman bloggar og börnin spila Kana!

Við erum búin að vera dugleg í dag, ég og börnin, allsherjar tiltekt og íbúðin er skreytt, í hólf og gólf. Svo var bökuð ein sort af smákökum.  Ég á bara eftir að kaupa jólasteikina, ég pantaði nauta fillet 1 kíló fyrir viku síðan og sæki það á morgun.  Á morgun Þorláksmessukvöld verð ég að vinna á barnum, Þorláksmessa hefur verið annasamasta kvöld ársins á barnum, undanfarin 10 ár.  Vegna þess að hann er staðsettur við Laugaveginn.  Venjulega keyra börnin mig í vinnuna á Þorláksmessu vegna þess að engin bílastæði finnast nálægt Laugaveginum.  Ég keypti skötuna í dag og hún er úti á tröppum, bundin ofarlega á handriðinu.  Ég verð að bjarga henni inn áður en ég fer að sofa svo henni verði ekki stolið, það er einhver glæpaköttur búinn að klóra aðeins í pokann.  Bæði kettirnir og hundurinn sýna skötunni mikla athygli, það hæytur að vera góða lyktin af skötunni sem heillar þau.  Ein tilbúin fyrir jólin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Láttu nú ekki hryðjuverkaketti sprengja skötupokann. Ég held ég hafi bara aldrei farið inn á bar á Þorláksmessukvöld. Held mig alltaf heima. Hef sloppið við að vinna þetta kvöld.  Fann loks hvítöl í dag. Njóttu skötunnar.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband