24.12.2007 | 03:01
Loksins komin heim eftir langa og stranga vakt
Það var nú gott að komast heim eftir erilinn í vinnunni í kvöld. Börnin voru búin að laga til og á morgun þarf bara að skúra gólfin. Svo elda jólamatinn, og hafa jólaboð fyrir 30 manns um kvöldið. Það er venja hér að allir koma til mín milli 9 og 10 á aðfangadagskvöld, til að fá heitt súkkulaði með rjóma og smákökur. Ég hlakka til þess að slappa af á Jóladag, þá fer ég í matarboð og þarf ekkert að gera sjálf nema að éta.
Ég eldaði skötu í dag fyrir mig, börnin mín og pabba sem fær hana heimsenda. Yngsta barnabarnið mitt borðaði skötuna með bestu list, af ömmu diski. Hann er tæplega 18 mánaða og át eins og hestur. Mér fannst skatan frekar lítið kæst, en krakkarnir voru ánægðir. Ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ein þreytt
Athugasemdir
Langur dagur liðinn, Skatan mín var fullsölt, hefði mín . .vegna mátt vera kæstari. Situr fólk á krám lant fram á nótt á Þorláksmessu?? Ég get vel setið lengi á krá en ekki á þessum tíma. Eigðu gleðileg jól með fólkinu þínu
Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2007 kl. 03:21
það eru alltaf einhverjir sem eru í partýstuði, hvort sem það er Þorláksmessa eða einhver annar dagur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2007 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.