26.12.2007 | 02:25
Jólasnjórinn kom loksins....sem er gleðilegt
Ég, elsta dóttirin og hundurinn fórum í göngutúr í dag, í þessum líka fína byl. Okkur þótti öllum gaman, sérstaklega hundinum sem hoppaði og skoppaði og át snjóinn á milli. Okkur mæðgum þótti ekki jafn gaman á heimleiðinni, með storminn í fangið og snjókomuna beint upp í augun. Maður hefði þurft skíðagleraugu til þess að njóta heimferðarinnar jafn vel og göngutúrsins.
Loksins fékk maður að prófa bílinn á nýju harðskelja dekkjunum í snjó, þau virka bara alveg ágætlega, næstum jafn vel og nagladekkin. Ég var á Nokia nagladekkjum í 6 ár sömu dekkjunum, þau voru æðisleg, núna er maður svo umhverfisvænn að maður keyrir um á ónegldum dekkjum. Ein afslöppuð
Athugasemdir
hahaha, var að skrifa um jólasnjó, þegar ég leit svo á bloggið varst þú búin að því líka. En mikið birtir við snjóinn
Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2007 kl. 02:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.