Kisurnar mínar eiga vin sem gaf þeim lax og lúðu

Kisurnar mínar fjórar eiga góða vinkonu sem kom færandi hendi í gærkvöldi, stúlkan sú er sænsk og býr í næsta húsi.  Hún færði okkur 1 kíló af úrvals laxi og svona 300 grömm af smálúðu.  Ég sauð þetta í kettina í dag, en viti menn kisurnar fúlsuðu við góðgætinu.  Sem betur fer erum við mannfólkið ekki eins matvönd og kisurnar.  Ég og krakkarnir átum laxinn og kartöflur neð bestu lyst. smálúðan er ennþá í kattar diskunum óétin.  Svo er það hundurinn minn, hann er líka matvandur.  Hann étur ekki þurrmatinn sinn, ég þarf að hræra dósamat samanvið til þess að hann éti matinn sinn.  Svo er sjokkið, hann leitar að kattarskít úti og étur hann með bestu lyst. Woundering   Ein sem dekrar dýrin sín

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er greinilega ofdekrað hjá þér...en kattaskít étur hundurinn skít Kisan hjá foreldrum mínum hvarf fyrir nokkrum dögum sennilega dáin í hárri elli 13 ára. Hún var geðveik, þoldi aldrei börn. En hún vildi almennilegan mat og var mikið fyrir rækjur

Hólmdís Hjartardóttir, 21.1.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hann ÚLFUR  gengur þefandi um allan garð að leita niðurgröfnum kattarskít, svo er hann með stæla með þurrmatinn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

oj

Hólmdís Hjartardóttir, 21.1.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband