22.1.2008 | 01:27
Mikið er ég fegin að búa ekki í Reykjavík
Það er nú ekki í lagi með borgarfulltrúa Reykjavíkur, í gær var annað valdaránið framið á 100 dögum. Hvernig væri að boða til kosninga og láta sauðsvartann almúgann ákveða hvernig stjórn þeir treysta. Þetta er orðinn algjör skrípaleikur. En ég held að mikilvægast yrði að hafa prófkjör, til þess að finna fólk sem er treystandi til þess að stjórna borginni. Henda út þessu gamla liði og finna nýtt fólk sem stendur við það sem það segir, en lýgur ekki til hægri og vinstri eftir hentugleikum
Ein pólitísk
Athugasemdir
opin prófkjör í næstu kosningum
Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2008 kl. 01:36
upp segi ég nú bara hehe kvit og knús kv Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 22.1.2008 kl. 02:04
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er ekki leyfilegt að boða til kosninga á miðju kjörtímabili. Þeir sem kosnir eru í sveitarstjórnarkosningum eru einfaldlega dæmdir til að reka pleisið í fjögur ár hvort sem þeim líkar það betur eða verr.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 22.1.2008 kl. 02:07
Þar fór nú sú trú...ég vona bara að það verði kosningar samt. Þetta er ekki í lagi hvernig allt hefur gengið í borgarstrjórn Reykjavíkur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2008 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.