22.1.2008 | 02:48
Hvað er með þetta veður, það er að hvessa hérna á Nesinu
Loksins þegar nágrannarnir á neðri hæðinni hættu að rífast, henda til húsgögnum, og skella hurðum fóru að róast. Fór að hvessa og núna er vindurinn að ná sér á strik hérna. Það hvín í öllu, og heyrist virkilega vel í vindinum. Í veður spánni er spáð að versta veðrið verði um klukkan 5 í nótt. Klukkutíma seinna verður háflóð, ég vona að ekki flæði mikið hérna á suðvestur horninu.
Ein sem þolir ekki óveður, eftir tvö óveður þar sem þök voru að fjúka, í húsum sem ég bjó í
Athugasemdir
Þetta er pólitískt moldviðri
Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2008 kl. 03:15
heh.. það er verst að það heyrist flautuhljóð í hurðinni á svefnherberginu. En öllum fjandanum getur maður vanist, sem betur fer sef ég eins og engill. Og sofa núna
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2008 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.