Draumfarir

Mig dreymdi skrýtinn draum í morgun, mér fannst ég vera stödd í flugstöð eða lestarstöð í útlöndum, þá sé ég fyrrverandi vin minn með móður sinni, svo týnir vinurinn mömmu sinni og ég finn hana í einsskonar búningsklefa og var hún þar í sturtu, svo fannst mér mamman breytast í ungabarn með snuð.  Ég skilaði mömmunni til vinarins fyrrverandi og urðu fagnaðarfundir með þeim.  Svo var ég allt í einu komin heim og er að bera krem á hendurnar á mér og allt í einu byrjar þessi svakalega bólga að gera vart við sig, og þetta svakalega ofnæmi blossar upp, ég horfi á roðann og bólguna vaxa og kalla á dóttur mína fljót komdu með lóritínið, sem er ofnæmislyf.  Woundering Ein hugsandi og alveg kolrugluð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Einhverjar breytingar eru framundan

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Veit ekki, vonandi ekki slæmar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2008 kl. 02:05

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú ert búin að sjá skjálftann við Grindavík ekki satt??

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2008 kl. 02:05

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er ekki ánægð með bólgnar hendur í draumi.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2008 kl. 02:08

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei...fer að skoða skjálftavaktina NÚNA vá 3,9 nú er ég hrædd takk!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2008 kl. 02:25

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ef þú opnar skjálftavefsjá sérðu að það eru margir skjálftar í og við Grindavík.....þú ert nú sæmilega örugg

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2008 kl. 02:29

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er ekki örugg skjálftar frá Reykjanesi finnast yfirleitt mjög vel hérna á Nesinu, ég þoli ekki að finna skjálfta, eða heyra í þeim  Það er það versta sem ég veit!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2008 kl. 02:33

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Draumaráðningabókin mín segir að bólgnar hendur séu fyrir gróða

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2008 kl. 00:34

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

oho  Ég á bókina sjálf en nennti ekki að gá í hana

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband