Húsmóðir er netlaus í 7 heila klukkutíma!!

Ég er nú bara svona venjuleg húsmóðir og algjör skussi þegar kemur að tæknimálum heimilisins.  Í dag breytti ég áskrift minni hjá ogvodafone, og viti menn ég var sambandsslaus við umheiminn í 7 klukkutíma sagt og skrifað.  Ég hringdi fyrst í þjónustuver ogvodafone milli 18 og 19 í kvöld, þeir sögðu mér að taka lan snúruna úr routernum og stinga henni í tölvuna???? Hvað er lan snúra og hvar finnur maður þessa innstungu á tölvunni!!!  Svo átti ég að fara á netið á orkuveitan.is, og samþykkja eitthvað, ég sagði allt í lagi og skellti á.  Hringdi strax aftur og sagði hvernig kemst ég inn á netsíðu með ekkert net???? Halló....svo eftir ráðfæringar við litla bróður minn, hann sagði að allt virtist í lagi hjá mér, hringdi ég aftur í þjónustuverið og viti menn þeir gleymdu að tengja mig aftur eftir breytinguna, ég og mín börn vorum alein í heiminum í heilar 7 klukkustundirWoundering  Ein tæknilega sinnuð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta eru náttúrulega bara hamfarir, var í afmæli á Nesinu í kvöld,  hvílíkt veðurfar

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 01:25

2 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Þetta er svakalegt að missa umheiminn bara sísvona..Maður verður hann Palli sem var ein í heiminum koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 26.1.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Svona þjónusta á ekki að líðast,mér finnst oft einmitt svona mál koma ansi oft upp,því miður.kveðja linda-blogvinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband