28.1.2008 | 01:52
Róni eða ekki róni
Hvað er róni, er það maður/kona sem fær sér bjór við tækifæri eða maður/kona sem drekkur meira en samferðamennirnir? Er róni manneskja sem aldrei rennur af og er á bótum frá tryggingastofnun? Ég hef verið að hugsa um þetta í kvöld, vegna þess að það var talað um vinnustaðinn minn í gær í mogganum og hann var nefndur rónabar??? Hvað gefur öðrum rétt til að kalla ókunnugt fólk róna, þessi kerling sem sagði að barinn væri rónabar hefur aldrei stigið fæti inn á barinn. Og varla hefur blaðamaðurinn gert það. Ég bara spyr,
Ein sem vinnur á bar þar sem venjulegt fólk kemur og fær sér kaffi, te, mat, kökur, brauð eða eitthvað sterkara
Athugasemdir
úps rónabæli kallaði hún barinn!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2008 kl. 02:00
Fæ ég stimpil á mig þegar ég loksins kem á barinn?? Ég er snemma búin á morgun er að hugsa um að koma við og fá mér einn, er ég þá orðinn róni? Vill til að ég er ekkert viðkvæm. Man reyndar í þessum töluðu orðum að ég á von á næturgesti annaðkvöld. Rónar eru þessi gamaldags gerð af drykkjusjúklingum sem er orðin sjaldgæf í dag, langflestir alkar eru lyfjafíklar líka. Ég gæti endað sem róni, hef engan áhuga á öðru en nikotini og bjór eða smárauðvíni Er reyndar á öðru rauðvínsglasi núna, búin að vinna alla helgina á Lsp. Við erum reyndar búnar að fjalla um fjölmiðla ég og guðrún Jóna í kvöld.....Vertu viðbúin..
Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 02:12
ég þá orðin.....
Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 02:12
heh!! Hver veit ef þú smakkar eitthvað sterkara en Gvendarbrunnavatn ertu kannski róni án þess að vita það Það koma líka kaffidrykkjumenn og tedrykkjumenn á barinn og kannski eru þeir líka rónar sem drekka í rónabælinu!! kaffirónar og terónar!!! skemmtileg orð
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2008 kl. 02:17
Reyndar held ég að flestir rónar séu bara góðir menn sem hafa misstigið sig. Ég er alvarlega illa haldin af koffínfíkn
Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 02:36
Jaherna eru þá ekki bara allir rónar sem fara á bari yfir höfuð mér er spurt hmmm koss og knús allý p.s takk fyrir kvittið í dag
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 28.1.2008 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.