29.1.2008 | 01:28
Rónabæli
Ég er að vinna í rónabæli, það segir nágranni okkar við Laugaveginn. Ég hef hugsað um þessi orð Róni og Rónabæli. Hvernig skilgreinum við róna, flestir sem ég hef spurt segja að róni sé manneskja sem má hvergi koma inn hvort sem það er bar, verslun eða Ríkið sjálft, svona manneskja sem er öllum til ama sníkjandi og til annarra vandræða, og rónabæli staður fyrir þessa róna þar sem þeir sofa eða hvað? Ég veit að viðskiptavinir okkar á barnum líta ekki á sig sem róna. Bara þessi nágranni sem hefur aldrei verslað hjá okkur og hún er með yfirlýsingar um barinn!! Þetta er ekki góð auglýsing fyrir okkur sem erum að reyna að stunda okkar viðskipti, en sem betur fer taka fáir mark á þessari yfirlýsingaglöðu konu, sem hlýtur að eiga við vandamál að stríða. Ein í rónahugleiðingum
Athugasemdir
Takk fyrir góðar stundir í Rónabælinu. Mér fannst notalegt þarna. Loksins tókst mér að svæfa hann bróður minn. Veistu hvað kom mér á óvart, mér datt ekki í hug að þú værir svona hugguleg. Skiftu um mynd!!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2008 kl. 04:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.