íslensk kjötsúpa

Ég eldaði íslenska kjötsúpu í gær áður en ég fór í vinnuna, hún verður í matinn á morgun.  Það er alltaf best að borða hana á öðrum eða þriðja degi.  Þegar ég var að elda súpuna í gær, kryddaði ég hana hressilega til þess að losa okkur heimilisfólkið við nefrennsli og aðrar pestir.  Í minni kjötsúpu er hvítlaukur, tveir stórir laukar, einn púrrulaukur, og fullt af svörtum pipar, svo náttúrulega allt þetta venjulega súpujurtir, haframjöl, hrísgrjón, kjöt, gulrætur, rófur og kartöflur.  Ég hlakka til þess að borða þessa krassandi súpu, og losna í leiðinni við kvefiðWoundering  Vonandi.  Ein  sem nennir að elda og borða matinn sinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er bannað að setja haframjöl í kjötsúpu..... og svo set ég sellerí

Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2008 kl. 04:25

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Íslensk kjötsúpa er eitt af mínum uppáhaldsmaten ég kaupi oftast grillleggi í súpuna og nokkra aðra litla bita,hér finnst okkur fitan á kjötinu vont ne verði ykkur innilega að góðu

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.1.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nú man ég það, Krítverski ógeðsdrykkurinn heitir raki

Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Nammi namm súpan á 2-3 er best...Sendiru ekki eina skál með hrað pósti koss og kús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 29.1.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband